Innlent

Helmingi færri fuglar veiddir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir hefur gefið leyfi fyrir því að 31 þúsund rjúpur verði veiddar í ár. Ákvörðunin er tekin á grundvelli ráðleggingar frá Náttúrufræðistofnun. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en í fyrra, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann.

Fyrirkomulagi rjúpnaveiða verður vegna þessa breytt frá fyrra ári, þannig að í stað átján daga veiðitímabils verður veiðisókn takmörkuð við níu daga í ár, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu.

Veiðitímabilið dreifist á fjórar helgar með eftirfarandi hætti:

Föstudagurinn 28. október til sunnudagsins 30. október.

Laugardagurinn 5. nóvember og sunnudagurinn 6. nóvember.

Laugardagurinn 19. nóvember og sunnudagurinn 20. nóvember.

Laugardagurinn 26. nóvember og sunnudagurinn 27. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×