Erlent

Google fjarlægir smáforrit úr vefverslun

Hönnuður segir smáforritið hafa verið grín. Baráttuhópar hlægja hins vegar ekki.
Hönnuður segir smáforritið hafa verið grín. Baráttuhópar hlægja hins vegar ekki.
Google hefur fjarlægt smáforrit úr vefverslun sinni eftir að hagsmunasamtök og baráttuhópar lýstu yfir vonbrigðum sínum.

Smáforritið gaf foreldrum færi á að svara einföldum spurningalistum í von um að komast að því hvort að barn þeirra væri samkynhneigt. Baráttuhópar sögðu ppátækið grafa undan þeirri baráttu sem fram hafi farið gegn fordómum og að forritið væri einungis til þess gert að ýta undir óöryggi samkynhneigðra ungmenna.

Í yfirlýsingu sagði Google að fyrirtækið hefði hlustað á gagnrýni hópanna og tekið smáforritið úr umferð.

Hönnuður smáforritsins hefur ekki gefið út yfirlýsingu eða talað við fjölmiðla. Hann vildi þó koma því á framfæri að hann sjálfur væri samkynhneigður og að um grín hefði verið að ræða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×