Erlent

Óttast að HIV smitaður maður hafi sængað hjá hundruðum kvenna

Lögreglan í Bretlandi. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.
Lögreglan í Bretlandi. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.
Lögreglan í Bretlandi biðlar til hundraða kvenna um að gefa sig fram hafi þær einhvern grun um að hafa sofið hjá hinum 38 ára gamla Simon McClure. Simon, sem er frá Middlesbrough, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að sofa hjá konum án þess að greina frá því að hann væri sýktur af HIV veirunni.

Lögregluna grunar að Simon hafi sængað hjá hundruðum kvenna, bæði í Bretlandi sem og í Tælandi, en talið er að hann hafi smitast af veirunni þar í landi. Þá svaf hann einnig margsinnis hjá vændiskonum.

Simon var dæmdur fyrir að smita eina konu. Hún komst að því að hún var smituð eftir að hún varð ófrísk. Nýlega kom í ljós að barnið hennar er ekki með veiruna.

Simon var dæmdur í fangelsi eftir að í ljós kom að hann hunsaði alfarið ráðleggingar lækna um að sofa ekki hjá konum án verja og án þess að upplýsa um að hann væri með veiruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×