Innlent

Fimm handteknir með hálft kíló af kókaíni

Kókaín. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Kókaín. Myndin tengist ekki fréttinni beint.
Fjórir karlar og ein kona voru handtekin í lok síðustu viku í aðgerðum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, tengdum fíkniefnaviðskiptum.

Samtals var lagt hald á um hálft kíló af ætluðu kókaíni.

Einn fimmmenninganna er útlenskur karlmaður á fimmtugsaldri og var hann úrskurðaður í farbann til 28. október. Hinum var sleppt eftir yfirheyrslur. Rannsókn málsins heldur áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×