Erlent

Bleik Kristsstytta í Rio de Janeiro

Styttan er tæpir 40 metrar á hæð og gnæfir yfir Rio de Janeiro.
Styttan er tæpir 40 metrar á hæð og gnæfir yfir Rio de Janeiro.
Kristsstyttan sem vakir yfir Rio de Janeiro er nú böðuð bleikri birtu. Er þetta gert í tilefni af mánaðarlangri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein sem nú stendur yfir.

Það eru Femama samtökin í Brasilíu sem standa fyrir uppátækinu. Maira Caleffi, talskona hópsins, segir að það sé nauðsynlegt að vekja athygli á mikilvægi brjóstaskoðanna. Hún segir að mörg þekkt kennileiti víða um heim verði böðuð bleikri birtu á næstu vikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×