Erlent

Google vandamál Rick Santorum

Málið þykir heldur vandræðalegt fyrir Santorum enda er leitarvél Google ein vinsælasta vefsíða veraldar.
Málið þykir heldur vandræðalegt fyrir Santorum enda er leitarvél Google ein vinsælasta vefsíða veraldar. mynd/AFP
Rick Santorum, einn af hugsanlegum forsetaframbjóðendum í Bandaríkjunum, á við heldur óheppilegt vandamál að stríða.

Santorum er íhaldssamur Repúblikani og segist leggja áherslu á kristileg gildi. Í gegnum tíðina hefur Santorum lýst yfir skoðunum sínum á samkynhneigð sem fallið hafa í grýttan jarðveg hjá baráttuhópum. Einn slíkur baráttumaður, dálkahöfundurinn Dan Savange, tók ummæli Santorum nærri sér.

Savage hefur í áraraðir barist gegn einelti og útskúfun ungs samkynhneigðs fólks. Þegar hann heyrði ummæli Santorum um að samkynhneigð væri skaðleg samfélaginu ákvað Savage að taka málin í sínar hendur og skipulagði herferð gegn Repúblikanum. Herferðin fólst í því að nefna heldur ógeðfelldan vökva í höfuðið á Santorum. Þegar nafn Santorum er slegið inn í leitarvél Google birtist skilgreiningin efst á síðunni.

Santorum segir sig nú vera lagðan í stafrænt einelti og hefur beðið Savage um að fjarlæga skilgreininguna af netinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×