Erlent

Óttast um óbreytta borgara í Sirte

Mynd/AP
Óttast er um fjölda óbreyttra borgara sem fastir eru í borginni Sirte í Líbíu en þar gera uppreisnarmenn nú lokatlögu að stuðningsmönnum Múammars Gaddafí fyrrverandi leiðtoga. Rafmagnslaust hefur verið í borginni svo dögum skiptir og er kominn upp vatnsskortur auk þess sem lyf eru af skornum skammti.

Almennum borgurum hefur verið gefinn kostur á að flýja borgina en margir þeirra komast hvorki lönd né strönd þar sem eldsneyti er uppurið. Þá hefur veið staðhæft að hermenn Gaddafís noti fólkið sem mannlega skyldi í baráttunni við uppreisnarmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×