Erlent

Vísindamenn klóna stofnfrumur

Stofnfrumur eru teknar úr fósturvísum á fyrstu stigum meðgöngu.
Stofnfrumur eru teknar úr fósturvísum á fyrstu stigum meðgöngu. mynd/AFP
Vísindamönnum í Bandaríkjunum hefur tekist að klóna stofnfrumur út frá DNA kjarnsýru sjúklings. Árangurinn hefur vakið mikil athygli enda eru stofnfrumurannsóknir mikið hitamál í Bandaríkjunum.

Rannsóknir með stofnfrumur hafa sýnt fram á að mögulegt sé að skipta þeim út fyrir skaddaðar frumur í sjúklingum.

Þó svo að árangurinn sé mikilvægur eru vísindamenn fullir efasemda um viðbrögð andstæðinga stofnfrumurannsókna, enda er klónun ekki vinsæl þar á bæ.

Stofnfrumur eru teknar úr fósturvísum á fyrstu stigum meðgöngu. Frumurnar eru ósérhæfðar og með tímanum umbreytast þær í virkar frumur sem þjóna mismunandi hlutverkum í líkamanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×