Erlent

Ný ríkisstjórn kynnt á morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Helle Thorning-Schmidt verður væntanlega forsætisráðherra í nýju ríkisstjórninni.
Helle Thorning-Schmidt verður væntanlega forsætisráðherra í nýju ríkisstjórninni. Mynd/ AFP.
Ný ríkisstjórn Danmerkur verður kynnt á morgun. Helle Thorning-Schmidt, leiðtogi Sósíaldemókrata, Margrethe Vestager, leiðtogi Róttæka vinstriflokksins og Villy Søvndal, leiðtogi Sósíalska þjóðaflokksins, hafa náð samkomulagi um stjórnarsáttmála, eftir því sem Ritzau fréttastofan greinir frá.

Kosið var til þings í Danmörku þann fimmtánda september síðastliðinn. Skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna bentu eindregið til þess að þáverandi ríkisstjórn Lars Lokke Rasmussen myndi leggja upp laupana og sú reyndist niðurstaðan þegar talið var upp úr kjörkössunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×