Innlent

Sátu ekki undir ræðu forseta Íslands

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Álfheiður Ingadóttir gagnrýnir forseta Íslands harðlega.
Álfheiður Ingadóttir gagnrýnir forseta Íslands harðlega.
Álfheiður Ingadóttir og Davíð Stefánsson, sem bæði eru þingmenn VG, hlýddu ekki á ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar, við setningu Alþingis í gær. „Við sátum ekki undir henni. Ég held það megi orða það þannig," segir Álfheiður Ingadóttir. Hún segir að ástæðan sé sú að henni finnist ekki við hæfi að blanda saman áróðursræðum forseta Íslands og þingsetningunni.

„Ég tel að það eigi margir eftir að gera upp þátt sinn í hruninu og Ólafur Ragnar Grímsson, sem var ein helsta klappstýra útrásarinnar er einn þeirra," segir Álfheiður. Hún segir að steininn hafi tekið úr þegar Ólafur Ragnar hafi birst í fjölmiðlum í vor og í sumar með pólitískum og persónulegum árásum á ríkisstjórnina og einstaka ráðherra. Hann hafi vanvirt þingræðið í orðum sínum.

„Mér finnst ef að menn ætli að taka þátt í pólitik eigi þeir að bjóða sig fram til þings og taka þátt í pólitík á jafnrettisgrunvelli. Embætti forseta Íslands á ekki að vera vettvangur fyrir pólitíkusa," segir Álfheiður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×