Erlent

Mótmælendur gengu fylktu liði til lögreglunnar

Fjöldi manna hefur mótmælt á WallStreet.
Fjöldi manna hefur mótmælt á WallStreet. Mynd/ AFP.
Meira en 1000 mótmælendur sem haldið hafa til á Wall Street í New York undanfarna daga og mótmælt völdum fjámálkerfisins, gengu í gær fylktu liði að höfuðstöðvum lögreglunnar í borginni.

Mótmælendur vilja með þessu vekja athygli á ofbeldi sem margir úr þeirra röðum urðu fyrir af hálfu lögreglunnar en myndbönd sem birtust á netinu sýndu hvernig lögreglumenn beitu piparúða og ýmsum harkalegum aðferðum á fólk sem ekki var til vandræða.

Eftir því sem mótmælendur færðust nær lögreglustöðinni fjölgaði mikið í liði þeirra en það mun hafa verið vegna misskilningi vegfarenda sem slógust í hópinn og töldu að hljómsveitin Radiohead ætlaði að halda tónleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×