Erlent

Ríflega 700 handteknir í mótmælum á Wall Street

JMI skrifar
Lögreglan reynir að hafa hemil á fjöldanum.
Lögreglan reynir að hafa hemil á fjöldanum. Mynd/ AFP.
Ríflega sjö hundruð mótmælendur voru handteknir á Brooklyn brúnni í New York í gær. Hópurinn var hluti af stærri fylkingu sem gekk yfir brúna frá manhattan, en mótmælendur hafa haldið til nálægt Wall Street í tæpar tvær vikur.

Samkvæmt dagblaðinu Telegraph ætlaði hópurinn að loka brúnni í mótmælaskyni. Þegar mótmælendur hlupu inn á brúna mættu þeim fjölmargir lögreglumenn sem handtóku flesta fyrir óspektir á almannafæri. Breska ríkisútvarpið hefur eftir formælendum mótmælenda að markmið aðgerðanna sé að verja níutíu og níu prósent bandarískju þjóðarinnar fyrir ríkasta prósentinu sem að skilur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×