Erlent

Pilla kemur í veg fyrir drykkjulæti

Áfengi
Áfengi
Hópur bandarískra og ástralskra vísindamanna vinnur nú að þróun pillu sem gerir það kleift að hægt er að innbyrða mikið magn áfengis án þess að missa stjórn á hegðun sinni.

Lyfið sem um ræðir byggir á tilraunum sem hafa sýnt fram á að áhrif áfengis á heilastarfsemi eru tvenns konar. Annars vegar hefur áfengi áhrif á taugafrumur og hins vegar áhrif á frumur í heilanum sem tengjast ónæmiskerfinu.

Lyfið virðist koma í veg fyrir síðari áhrifin, sem valda því meðal annars að ölvað fólk á erfitt með gang og tal.

Við tilraunir sýndu mýs sem fengu lyfið engin merki ölvunar þrátt fyrir að hafa verið gefið mikið magn áfengis. - mþl




Fleiri fréttir

Sjá meira


×