Erlent

25 hermenn fórust í Jemen

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnvöldum mótmælt í Jemen.
Stjórnvöldum mótmælt í Jemen. Mynd/ AFP.
Að minnsta kosti 25 hermenn fórust þegar jemenskar orustuþotur vörpuðu sprengjum á aðsetur hermanna í Abyan héraðinu í suðurhluta landsins í gær. Stjórnvöld í landinu neita því að sprengingarnar hafi átt sér stað. Fullyrt hefur verið að árásarmennirnir séu tengdir al-Qaeda hryðjuverkasamtökunum, en aðrar heimildir herma að þær fullyrðingar séu runnar undan rifjum áróðursmeistara ríkisstjórnarinnar til að tryggja stuðning alþjóðasamfélagsins við ríkjandi stjórnvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×