Innlent

Niðurskurðurinn á sjöunda milljarð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steingrímur J. Sigfússon kynnti fjárlagafrumvarpið í Þjóðmenningarhúsinu í morgun.
Steingrímur J. Sigfússon kynnti fjárlagafrumvarpið í Þjóðmenningarhúsinu í morgun. Mynd/ ÞÞ
Útgjöld ríkissjóðs verða skorin niður um 6,6 milljarða króna á næsta ári, samkvæmt fjárlagafrumvarpi ársins. Skorið verður niður um 3% í almennri stjórnsýslu og þjónustu og 1,5% í velferðamálum, s.s. heilbrigðisþjónustu, skólamálum, löggæslu, bótakerfum og sjúkratryggingum.

Gert er ráð fyrir að halli á ríkissjóði lækki um meira en helming á næsta ári miðað við yfirstandandi ár. Áætlað er að rekstrarhallinn á árinu verði 17,7 milljarðar, en hann var 42,2 milljarðar í áætlun á síðasta ári.

Þá er gert ráð fyrir að nýr skattur verði lagður á fjármálafyrirtæki eða svokallaður fjársýsluskattur. Þá má gera ráð fyrir veiði- og auðlindagjöld muni hækka, og tekju vegna sölu eigna og arðgreiðslna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×