Innlent

Fótbraut mann á bílastæði

Mynd tengist frétt ekki beint
Mynd tengist frétt ekki beint
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært mann fyrir að fótbrjóta annan mann með fjórhjóli.

Manninum, sem er á fertugsaldri, er gefið að sök að hafa á síðasta ári ekið fjórhjóli á bílastæði í Grindavík án nægilegrar varúðar. Maðurinn missti stjórn á hjólinu með þeim afleiðingum að það prjónaði með hann.

Við þetta skall annað framhjól fjórhjólsins á hægra fæti manns sem var staddur á bílastæðinu og fótbrotnaði sá við höggið.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×