Innlent

Sóknargjöld lækka um 27 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóknargjöld til þjóðkirkjunnar lækka um 27 milljónir króna, samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Ástæðan er endurmat á gjölda einstaklinga í skráð trúfélög, sóknargjöld til annarra trúfélaga hækka um 14 milljónir króna af sömu ástæðu. Þá munu framlög til kirkjugarða lækka um 18,3 milljónir frá gildandi fjárlögum að raungildi. Fram kemur í frumvarpinu að framlagið er lækkað um rúmar 25 milljónir króna vegna samdráttar í ríkisútgjöldum en á móti kemur 7 milljóna króna hækkun vegna endurskoðunar á reiknilíkani.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×