Fleiri fréttir

Kjörstaður rýmdur í Danmörku

Grunnskóli í Nykøbing í Danmörku, sem er kjörstaður í dag, var rýmdur í morgun þegar að þar fannst grunsamlegt duft. Eins og kunnugt er fara fram þingkosningar í Danmörku í dag. Skólanum var lokað um klukkan korter yfir níu að íslenskum tíma, eftir því sem danska ríkisútvarpið greinir frá. Fjórir til fimm einstaklingar eru slappir eftir að hafa komist í tæri við efnið, segir danska lögreglan. Kjörstaðurinn verður lokaður þar til menn hafa áttað sig á því hvað þarna er á seyði. Götur umhverfis skólann hafa einnig verið girtar af.

Veist þú um Ben Stiller?

Það er ekki á hverjum degi sem frægir leikarar frá Hollywood koma til Íslands en það gerist þó annað slagið. Stórstjarnan Ben Stiller er nú staddur hér á landi og sást til hans í miðborg Reykjavíkur í gær ásamt vinum sínum.

Heimilum haldið í skuldaspennitreyju

Heimilum og litlum fyrirtækjum er haldið í skuldaspenntreyju á meðan bankarnir sýna methagnað vegna afslátta af skuldum, segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Guðlaugur Þór, sem er þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur farið fram á fund í viðskiptanefnd til að ræða árshlutauppgjör bankanna.

Eldur í norskri ferju - fimm á sjúkrahús

Eldur kom upp norskri ferju, Hurtigruten Nordlys, þegar hún var á siglingu rétt hjá Álasundi í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús og 100 manns var komið í björgunarbáta. Ferjan er nú komin að bryggju í Álasundi og berjast slökkviliðsmenn við eldinn sem kom upp í vélarrúmi skipsins. Verið er að rýma nokkur hverfi í Álasundi þar sem menn óttast að reykurinn frá ferjunni innihaldi skaðleg efni. 262 voru um borð í skipinu þegar eldurinn kom upp.

Reynt að fá Palestínumenn til að hætta við umsókn

Bandarískir og evrópskir diplómatar gera nú allt sem í þeirra valdi stendur til þess að fá Palestínumenn til þess að hætta við umsókn sína að Sameinuðu þjóðunum. Háttsettir menn í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna eru í Palestínu ásamt Catherine Ashton sem fer með utanríkismál Evrópusambandsins og Tony Blair sérstaks erindreka kvartettsins svokallaða.

Funduðu til að verða fjögur í nótt

Litlar líkur eru á því að þingmönnum við Austurvöll takist að klára þingstörfin í dag eins og til stóð. Enn er tekist á um frumvarp um breytingar á stjórnarráðinu og var fundað til að ganga fjögur í nótt.

Danir ganga til kosninga

Kjörstaðir voru opnaðir í Danmörku klukkan sjö í morgun en Danir ganga nú til þingkosninga. Allar kannanir benda til þess að vinstri flokkar nái meirihluta á þinginu með jafnaðarmenn í broddi fylkingar.

Stiller drakk Macchiato á Skólavörðustíg

Hollywood-stjarnan Ben Stiller spókaði sig með vinum sínum í miðborg Reykjavíkur í gær. Meðal annars sást til Stillers á Café Babalú á Skólavörðustíg þar sem hann fékk sér einn bolla af Macchiato.

Fóru í sund eftir skólaball

Sjö ungmenni, um nítján ára gömul, voru í nótt rekin upp úr sundlauginni við Ölduselsskóla. Lögreglan kom að ungmennunum um klukkan þrjú í nótt og hlýddu þau undanbragðalaust fyrirmælum lögreglu um að koma sér upp úr.

Fékk gull fyrir góðan árangur

Íslenska auglýsingaherferðin Inspired by Iceland fékk í gær gullverðlaun á EFFIE-auglýsingahátíðinni fyrir besta árangur evrópskrar auglýsingaherferðar sem byggði á notkun samfélagsmiðla.

Tíu ár að baki en sjaldan meiri erfiðleikar

Afganar standa nú á tímamótum. Þrátt fyrir að vera enn í strangri gjörgæslu alþjóðaherliðs eru þeir byrjaðir að feta fyrstu skrefin í átt að algjörri sjálfstjórn. Mörg áföll hafa dunið yfir undanfarnar vikur og mánuði. Stígur Helgason var fyrir skömmu í Kabúl og reyndi að glöggva sig á því hvort mögulega sæi fyrir endann á óförum þessarar stríðshrjáðu þjóðar.

Hjólið bilar síður ef því er haldið nógu vel við

Reiðhjól bila stundum vegna þess að þeim er ekki haldið nógu vel við, sérstaklega að vetrinum þegar slabb og salt er á götunum. Þess vegna er mikilvægt að huga vel að reiðhjólunum ef fara á á þeim daglega í og úr vinnu. Eitt mikilvægra atriða við að halda reiðhjólum við er að hafa keðjuna alltaf hreina og vel smurða og jafnframt vel spennta. Hætta er á að keðjan detti af ef hún er ekki nógu vel spennt.

Nemendur misvel undirbúnir eftir skólum

Nemendur sögðust vera misvel búnir fyrir nám í háskóla eftir því hvaða framhaldsskólum þeir komu úr, samkvæmt könnun sem Háskóli Íslands og Stúdentaráð unnu í fyrra og var fjallað um í Fréttablaðinu.

Minna skip hentar Landeyjahöfn betur

Breiðafjarðarferjan Baldur hefur síðustu daga leyst Herjólf af í siglingum milli lands og Eyja. Dæluskipið Skandia hefur á meðan legið óhreyft í höfn, þar sem ekki hefur reynst ástæða til að dýpka Landeyjahöfn meðan á siglingum Baldurs hefur staðið. Baldur er nokkuð minna skip en Herjólfur og ristir ekki jafn djúpt.

Fossinn Hverfandi lifnar við

Hálslón, miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar, fylltist á þriðjudag og mun vatn úr lóninu renna á yfirfalli í farveg Jökulsár á Dal. Búast má við auknu rennsli í ánni vegna þessa.

Tugir stórfyrirtækja hafa flúið krónuna

Af 300 stærstu fyrirtækjum landsins gera 37 upp í erlendri mynt. Þetta kemur fram í tölum sem Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar, lét taka saman fyrir sig. Samanlögð velta fyrirtækjanna frá þeim tíma sem þau hófu að gera upp í erlendri mynt nemur 1.635 milljörðum króna.

Þingmenn vilja peningastefnu

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á þingi í gær ekki hægt að bjóða lengur upp á gjaldmiðil sem tæki kollsteypur á fimm til tíu ára fresti. Hún ítrekaði tillögur flokks síns um mótun peningamálastefnu til lengri tíma.

21% ráðstöfunartekna í húsnæði

Hlutfall húsnæðiskostnaðar af ráðstöfunartekjum á Íslandi var 21 prósent árið 2010. Árið 2009 var það 20,7 prósent og var það þá næstlægst á Norðurlöndunum. Aðeins á Finnlandi var það lægra. Þetta er samkvæmt tölum frá alþjóðlegri könnun Eurostat.

Ofbeldismenn í gæsluvarðhald

Tveir dæmdir ofbeldismenn með langa sakaferla sitja nú í einangrun í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni. Þeir eru grunaðir um að hafa svipt annan mann frelsi og reynt að kúga út úr honum fé. Greint var frá þessu í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld.

Nýir björgunarbátar keyptir

Slysavarnaskóli sjómanna tók í gær í notkun þrjá nýja björgunarbáta. Þar af er einn lokaður lífbátur af nýjustu gerð. Bátarnir voru keyptir frá Færeyjum og verða notaðir við kennslu. Athöfnin fór fram við Austurbakka Reykjavíkurhafnar.

Gætu endað á safni um einvígið

Tveir sænskir sjónvarpsmenn sem hlutu verðlaun frá sænska sjónvarpinu sem karlkyns þáttastjórnendur ársins ákváðu að gefa hópnum sem stóð að komu skákmeistarans Bobby Fischer til Íslands verðlaunagripinn.

Grikkland ekki að kasta evrunni

Grikkland er óaðskiljanlegur hluti af evrusvæðinu og önnur Evrópuríki munu hjálpa Grikkjum til að koma í veg fyrir að landið fari í greiðsluþrot. Þetta er niðurstaða símafundar leiðtoga Grikklands, Þýskalands og Frakklands í gær.

Bíða tvær vikur eftir lækni

Sveitarstjórn Borgarbyggðar segist taka heils hugar undir mótmæli starfsfólks vegna fyrirhugaðs niðurskurðar hjá Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi.

Rektor MR gerir athugasemdir

Kvartanir hafa borist frá foreldrum nemenda við Menntaskólann í Reykjavík vegna viðtals í skólablaði sem út kom í síðustu viku, segir Yngvi Pétursson, rektor MR.

Neytendafrömuður í framboð

Elizabeth Warren tilkynnti í gær að hún hygðist bjóða sig fram fyrir demókrata í Massachusetts-ríki í kjöri til öldungadeildar Bandaríkjaþings á næsta ári. Warren er lögfræðiprófessor, landsþekkt fyrir baráttu að neytendamálum. Hún var ráðgjafi Baracks Obama forseta í þeim málum.

Stuðlar ekki lausnin fyrir börn í fangelsi

Nýtt meðferðarheimili á höfuðborgarsvæðinu er nauðsynlegt til að bregðast við þeim vanda sem lýtur að afbrotamönnum undir átján ára aldri. Þetta kemur fram í skýrslu Barnaverndarstofu sem lögð var fyrir velferðarráðuneytið í júlí síðastliðnum.

Róttæki flokkurinn útilokar hægristjórn

Danir ganga til þingkosninga í dag. Vinstriflokkunum fjórum er spáð þingmeirihluta, sem þýðir að minnihlutastjórn hægriflokkanna getur varla gert sér vonir um framhaldslíf.

Inspired by Iceland hlýtur gullverðlaun

Auglýsingarherferðin Inspired by Iceland vann rétt í þessu til gullverðlauna á European Effie awards, en sú auglýsingakeppni er ein sú virtasta í Evrópu.

Cameron og Sarkozy heimsækja Líbíu

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, munu heimsækja Líbíu á morgun. Þeir verða fyrstu erlendur ráðamennirnir til að heimsækja landið eftir að uppreisnarmenn tóku þar völd og steyptu Muammar Gaddafi af stóli.

Vilja reyklausar sígarettur

Ráðgjafateymi ríkisstjórnar Bretlands hvetur til þess að fólk noti reyklausar sígarettur. Umræddar sígarettur eru bannaðar í ýmsum löndum, en teymið telur að þær geti bjargað tugþúsundum lífa á ári.

Sýna uppreisnarmönnum Sýrlands stuðning

Sendiherrar átta vestrænna ríkja sýndu fordæmislausan stuðning við mótmælendur í Sýrlandi síðastliðinn Sunnudag. Það gerðu þeir með því að mæta í bænarhald og sorgarathöfn vegna dauða mótmælanda sem talinn er hafa verið pyntaður af yfirvöldum landsins.

Kenna Haqqani samtökunum um árásirnar í Kabúl

Bandaríkjamenn kenna samtökum sem kalla sig Haqqani-samtökin (The Haqqani network) um árásirnar í Kabúl í Afghanistan í gær. Haqqani samtökin eru að verða einir harðsvíruðustu óvinir Bandaríkjamanna. Þau tengjast Al Qaeda samtökunum.

Merkel og Sarkozy hughreysta Grikki

Leiðtogar Frakklands, Þýskalands og Grikklands segja að Grikkland sé óaðskiljanlegur hluti af evrusvæðinu. Þessi yfirlýsing kom eftir símtal milli George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands og Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.

Telur líkur á vinstristjórn í Danmörku

Allt bendir til þess að ríkisstjórn Lars Lökke Rasmussen, forsætisráðherra, muni bíða ósigur í þingkosningunum í Danmörku á morgun. Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, spáir því að ljósrauð ríkisstjórn taki við stjórnartaumunum.

Hópuppsagnir fyrirhugaðar hjá Heilsustofnun Hveragerðis

Starfsfólki Heilsustofnunarinnar í Hveragerði verður sagt upp stöfum ef þjónustusamningur stofnunarinnar við ríkið verður ekki endurnýjaður. Frá þessu var greint í frétt á RÚV fyrr í dag. Stofnunin er næststærsti vinnustaður Suðurlands, en þar vinna um 12% vinnuafls Hveragerðis. Hún er rekin af Náttúrulækningafélag Íslands samkvæmt þjónustusamningi við ríkið.

"Börn ekki eiga heima í fangelsum“

Faðir drengs sem nú afplánar lífstíðarfangelsi á Englandi segir það enga lausn að vista unga glæpamenn með fullorðnum afbrotamönnum. Hann telur ólíklegt að ungir einstaklingar verði að ærlegum þjóðfélagsþegnum eftir slíka dvöl.

Fötluðum dreng neitað um gjafsókn

Fötluðum 12 ára dreng hefur verið neitað um gjafsókn fyrir Hæstarétti, en hann krefst skaða- og miskabóta vegna mistaka heilbrigðisstarfsmanns sem áttu sér stað á meðgöngu móður hans.

Smyrill í húsagarði í Hafnarfirði

Nokkra Hafnfirðinga rak í rogastans þegar þeir litu inn í húsagarð í Stuðlaberginu um fimmleytið í gær. Þar sat Smyrill í mestu makindum og gæddi sér á skógarþresti.

Heiður að fá Annan til Íslands

„Ég tel það vera mikil og góð tíðindi og mikill heiður, ekki bara fyrir Háskóla Íslands heldur íslenska þjóð að einn af fremstu leiðtogum veraldar á síðustu áratugum skuli vilja heiðra Háskola Íslands á þessum tímamótum," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í samtali við Vísi. Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, mun koma hingað til lands í byrjun október og halda fyrirlestur í Háskóla Íslands þann 7. október næstkomandi í tilefni af hundrað ára afmæli skólans.

Allur bílafloti slökkviliðsins í útkall

Allt tiltækt slökkviliðs Reykjavíkur var kallað út rétt í þessu. Ástæðan var mikill reykur og meintur eldsvoði á hóteli í Síðumúla. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom í ljós að um bilun í eldvarnarkerfi var að ræða. Þeim var því snúið við á staðnum enda ekki um neinn eldsvoða að ræða.

Sjá næstu 50 fréttir