Fleiri fréttir Landgönguliðar aftur á Iwo Jima Hundruð bandarískra landgönguliða lentu í dag á japönsku eynni Iwo Jima, 65 árum eftir að fyrirrennarar þeirra háðu þar eina blóðugustu orrustu síðari heimsstyrjaldarinnar. 2.3.2010 13:49 Áfram opið í Bláfjöllum Opið verður í Bláfjöllum í dag, annan daginn í röð en í gær opnaði í fyrsta sinn í vetur. Opið verður frá 14-21 í fjallinu og er þar hæglætisveður, en snjóar annað slagið, frost er um 1,5 gráður. 2.3.2010 13:49 Orrustuþotur sendar eftir flugdólgi Tvær breskar orrustuþotur voru í dag sendar til móts við flugvél frá American Airlines eftir að tilkynnt var um farþega sem lét ófriðlega. 2.3.2010 13:26 Besti flokkurinn ætlar að gefa Húsdýragarðinum ísbjörn Besti flokkurinn er ekki að grínast með fyrirhuguðu framboði sínu og ætlar að kynna framboðslista sinn í Smáralindinni klukkan tvö á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem flokkurinn sendi fjölmiðlum í dag. 2.3.2010 13:23 Paisley dregur sig í hlé Eldklerkurinn og stjórnmálaleiðtoginn Ian Paisley ætlar að draga sig í hlé frá þingmennsku í næstu þingkosningum. Hann hefur setið á breska þinginu fyrir Norður-Írland í 40 ár. 2.3.2010 13:18 Slapp ómeidd upp úr sprungunni Kona sem sat föst í sprungu á um 4-5 metra dýpi mitt á milli Valabóls og Húsfells við Hafnarfjörð um hádegið er komin upp úr sprungunni ómeidd. Konan hafði verði í göngu á svæðinu, með annarri konu, um svæðið þegar að hún steig á snjó sem huldi sprunguna og féll niður. Björgunarsveitamenn sigu niður í sprunguna og náðu konunni upp heillri á húfi. 2.3.2010 13:12 Allir Íslendingar í Chile hafa látið vita af sér Allir þeir fjörtíu Íslendingar, sem voru í Chile þegar jarðskjálfti upp á 8,8 stig á Richterskvarða reið yfir landi, hafa látið vita af sér. 2.3.2010 12:20 Vonast eftir lausn í Icesave í dag - eða á morgun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sögðu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að vonir væru bundnar við að nýr Icesave samningur gæti náðst í dag eða á morgun. 2.3.2010 12:04 Ekki talið að Guðbjarni sé farinn úr landi Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. 2.3.2010 12:01 Björgunarsveitamenn aðstoða konu við Helgafell Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu eru á leið að Helgafelli til að aðstoða konu sem féll ofan í fjögurra metra djúpa sprungu. Konan sem féll var á göngu með annarri konu þegar að óhappið varð. Björgunarsveitamenn hafa heyrt í þeim í gegnum síma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem björgunarsveitamenn hafa fengið er konan ekki alvarlega slösuð. 2.3.2010 12:00 Helmingur strandveiðibáta braut reglur um hámarksafla "Það er staðreynd að a.m.k. helmingur þeirra 554 báta sem stunduðu svokallaðar strandveiðar á síðasta sumri braut gegn ákvæðum reglugerðar um hámarksafla," segir Friðrik Friðriksson, lögmaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. 2.3.2010 11:52 Sophia Hansen áfrýjar skilorðsdómi Sophia Hansen hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi hana sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir að bera rangar sakir á Sigurð Pétur Harðarson. Dómur var felldur í héraði yfir Sophiu þann 12 febrúar síðastliðinn. 2.3.2010 11:46 Rætt um transfitu og transfólk á Alþingi Þingfundur hefst í dag klukkan hálftvö og eru tíu mál á dagskrá fundar. Þar á meðal má finna þingsályktunartillögu um transfitusýrur og aðra um transfólk. 2.3.2010 11:31 Fákunnandi um fjármál sín Ný könnun í Danmörku hefur leitt í ljós að meira en helmingur af ungu fólki þar í landi veit ekkert um persónuleg fjármál sín. 2.3.2010 11:23 Erkiengillinn búinn að kæra brottvísun sína Íslenskur lögmaður Leifs Ivar Kristiansen, leiðtoga norsku Vítisenglanna, er búinn að kæra brottvísun hans frá Íslandi til dóms- og mannréttindamálaráðuneytisins. 2.3.2010 10:38 Árekstur á Háleitisbraut Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar í morgun. Að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins rákust tveir bílar saman og eru þeir töluvert skemmdir. Slys á fólki voru hinsvegar minniháttar. 2.3.2010 10:32 Óöld í Chile Sjöþúsund hermenn hafa verið sendir til jarðskjálftasvæðanna í Chile til þess að stöðva þar rán og gripdeildir. 2.3.2010 10:27 Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaunin í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag klukkan fjögur. Í tilkynningu frá embættinu segir að markmið verðlaunanna sé að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunar-sjóði námsmanna. 2.3.2010 10:09 Svör á íslensku um umhverfismál Umhverfisráðuneytið hefur látið þýða á íslensku svör ráðuneytisins við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um umhverfismál. Spurningalistinn var unninn í tengslum við aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Hægt er að nálgast svörin á heimasíðu umhverfisráðuneytisin og með því að smella hér. 2.3.2010 10:08 Þráinn Bertelsson: Fimm prósent þjóðarinnar eru fábjánar Þeir sem eru á móti því að ríkið greiði listamannalaun eru fábjánar, sagði Þráinn Bertelsson þingmaður í bítinu á Bylgjunni. Þetta sagði hann í tilefni af því að netkönnun sem gerð var á Vísi bendir til þess að mikill meirihluti er á móti því að ríkið greiði. 1183 tóku þátt í könnuninni. Um 80% sögðust vera á móti því að ríkið greiddi listamannalaun. 2.3.2010 09:46 Clinton vill miðla málum á Falklandseyjum Bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin til þess að aðstoða Breta og Argentínumenn við að leysa deilur þeirra um yfirráð yfir Falklandseyjum, segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 2.3.2010 08:27 Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2.3.2010 08:18 Minntust lokunar Ungdómshússins Allt fór friðsamlega fram þegar um 150 ungmenni minntust þess í Kaupmannahöfn í gærkvöldi að þrjú ár eru liðin frá því að svokölluðu Ungdómshúsi var lokað. 2.3.2010 08:14 Vilja vita hvort Venezúela vildi myrða forseta Kolumbíu Spænsk stjórnvöld hafa farið fram á skýringar frá stjórnvöldum í Venezúela á sögusögnum þess efnis að þau hafi aðstoðað tvo hryðjuverkahópa við að skipuleggja morðtilræði gegn Alvaro Uribe forseta Kólumbíu. 2.3.2010 08:08 BBC ætlar að breyta dagskrá sinni Stjórnendur breska ríkisútvarpsins, BBC, munu í dag kynna umfangsmiklar breytingar á dagskrá sinni. Ætlunin er að verja sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna í kaup á betra dagskrárefni. 2.3.2010 07:59 Írönsk stjórnvöld stöðvuðu blaðaútgáfu Yfirvöld í Íran hafa lokað stærsta stjórnarandstöðu dagblaðinu. Þau saka blaðið um að brjóta fjölmiðlalög. 2.3.2010 07:20 Grundafjörður fullur af síld Grundarfjörður er nú fullur af síld og verður hennar vart alveg upp undir bryggjurnar. Stundum veður hún í yfirborðinu og er hún þá sjáanleg. Það er líka mikið af henni i Kolgrafarfirði og þar hafa háhyrningar verið að gæða sér á henni. 2.3.2010 07:11 Hillary kemur við í Chile Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Chile innan skamms. Ferð hennar þangað mun hafa verið skipulögð áður en skjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið á laugardaginn. 2.3.2010 07:02 Sameinað á forsendum landslags og legu Umfangsmikil vinna er nú farin af stað varðandi sameiningu sveitarfélaga. Ætlunin er að fara hringinn í kringum landið og kanna hvar eðlilegast er að sameina eftir legu og landslagi. Ráðherra er þó eftir sem áður tilbúinn í lögþvingaða sameiningu, en sveitarfélög hafa verið andsnúin henni. 2.3.2010 06:00 Bíða þess vopnaðir að komast á brott Ekkert amar að tveimur íslenskum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar (LHG) og fjórum dönskum sérfræðingum sem voru á hennar vegum í borginni Concepcion í Chile þegar jarðskjálftinn dundi yfir á laugardag. Mennirnir hafa komið sér fyrir heima hjá einum af Dönunum, segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. 2.3.2010 06:00 Með heila frystiklefa í geymslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að taka á leigu viðbótarhúsnæði til geymslu á tækjum og tólum sem hald hefur verið lagt á hjá kannabisræktendum um land allt á undanförnum misserum. Húsnæðið sem notað hefur verið í þessu skyni er löngu sprungið. 2.3.2010 06:00 Vonast er eftir fundi síðla dags í London Bjartsýni ríkir um það í stjórnkerfinu að til formlegra funda komi hjá Bretum og Íslendingum í London. Íslenska sendinefndin frestaði för sinni heim í gær. Vonast er eftir fundi síðdegis í dag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var í samskiptum við Paul Myners, bankamálaráðherra Breta, seinni partinn í gær. 2.3.2010 06:00 Sakar Símann um blekkingu Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. 2.3.2010 06:00 Potaði í auga lögreglumanns Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir að pota í auga lögreglumanns á Blönduósi. Ríkissaksóknari ákærir manninn fyrir brot gegn valdstjórninni. 2.3.2010 06:00 Skuldirnar yfir viðunandi mörkum Þótt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga ætli ekki að aðhafast í málefnum Hafnarfjarðar að svo stöddu telur hún skuldir og skuldbindingar bæjarins yfir „þeim mörkum sem talist getur viðunandi og sveitarfélagið getur búið við til lengri tíma litið" eins og segir í bréfi eftirlitsnefndarinnar til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. 2.3.2010 05:30 Gefa grænt ljós á tvöföldun Bæjarráð Kópavogs hefur nú snúið fyrri ákvörðun sinni um að synja Vegagerðinni um breikkun á Suðurlandsvegi ofan við Lögberg og heimilað framkvæmdina. 2.3.2010 05:30 Birta þarf upplýsingar um styrkþega Í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er fundið að því að markvissa stefnu í málefnum dreifbýlisins skorti á Íslandi. Miklar aðfinnslur eru gerðar við stjórnsýslu landbúnaðarmála, ekki síst það að stjórnvöld feli Bændasamtökunum lykilhlutverk í stjórnsýslu málaflokksins og engar opinberar upplýsingar séu aðgengilegar um það hverjir njóta landbúnaðarstyrkja. Fjölmargar stuðningsaðgerðir stangist á við reglur ESB um samkeppni og ríkisstyrki. 2.3.2010 05:00 Um 25 milljarðar í bætur á einu ári Vinnumálastofnun greiddi í gær rúmlega 2,1 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar til um 15.500 manns. 2.3.2010 04:45 Töldu ekki allar eignir í ársreikningnum 2007 Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki tillit til fasteigna aðildarfélaga sinna vítt og breitt um landið í ársreikningi 2007, heldur einungis til eigna flokksins sjálfs. Í reikningnum fyrir 2008 birtist heildarmyndin. 2.3.2010 04:45 Flestir styðja Sjálfstæðisflokk Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 32 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í gær. 2.3.2010 04:30 Segir málstað Serba heilagan „Málstaður okkar er réttlátur og heilagur,“ sagði Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, í gær frammi fyrir Alþjóðasakadómstólnum í Haag, þar sem hann sætir ákærum fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi vegna forystuhlutverks síns í Bosníustríðinu 1992-95, sem kostaði um 100 þúsund manns lífið. 2.3.2010 04:30 Áhugi Kínverja er vaknaður Áhugi Kínverja er vaknaður á þeim tækifærum sem gefast þegar Norðurskautsleiðin opnast við bráðnun ísbreiðunnar þar. Þetta segir Linda Jakobsson hjá SIPRI, alþjóðlegri rannsóknarstofnun í alþjóðastjórnmálum og öryggismálum. 2.3.2010 04:15 Áhyggjur af stöðu dómstóla Í grundvallaratriðum er íslensk stjórnsýsla skilvirk og málefnaleg og laus undan pólitískum afskiptum. Hún stendur traustum fótum í sömu grunngildum og einkenna stjórnsýslu Evrópusambandsríkjanna, að því er fram kemur í greiningarskýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands. 2.3.2010 04:00 Þorsteinn Geirsson látinn Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, er látinn. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1961 og prófi í lögfræði frá HÍ 1966. 2.3.2010 04:00 Ísraelum meinaður aðgangur Lögregluyfirvöld í Dúbaí segja að ferðamenn, sem taldir eru vera Ísraelar, fái ekki að koma til Dúbaí, jafnvel ekki þótt þeir hafi tvöfaldan ríkisborgararétt og sýni vegabréf annars ríkis en Ísrael. 2.3.2010 03:45 Sjá næstu 50 fréttir
Landgönguliðar aftur á Iwo Jima Hundruð bandarískra landgönguliða lentu í dag á japönsku eynni Iwo Jima, 65 árum eftir að fyrirrennarar þeirra háðu þar eina blóðugustu orrustu síðari heimsstyrjaldarinnar. 2.3.2010 13:49
Áfram opið í Bláfjöllum Opið verður í Bláfjöllum í dag, annan daginn í röð en í gær opnaði í fyrsta sinn í vetur. Opið verður frá 14-21 í fjallinu og er þar hæglætisveður, en snjóar annað slagið, frost er um 1,5 gráður. 2.3.2010 13:49
Orrustuþotur sendar eftir flugdólgi Tvær breskar orrustuþotur voru í dag sendar til móts við flugvél frá American Airlines eftir að tilkynnt var um farþega sem lét ófriðlega. 2.3.2010 13:26
Besti flokkurinn ætlar að gefa Húsdýragarðinum ísbjörn Besti flokkurinn er ekki að grínast með fyrirhuguðu framboði sínu og ætlar að kynna framboðslista sinn í Smáralindinni klukkan tvö á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem flokkurinn sendi fjölmiðlum í dag. 2.3.2010 13:23
Paisley dregur sig í hlé Eldklerkurinn og stjórnmálaleiðtoginn Ian Paisley ætlar að draga sig í hlé frá þingmennsku í næstu þingkosningum. Hann hefur setið á breska þinginu fyrir Norður-Írland í 40 ár. 2.3.2010 13:18
Slapp ómeidd upp úr sprungunni Kona sem sat föst í sprungu á um 4-5 metra dýpi mitt á milli Valabóls og Húsfells við Hafnarfjörð um hádegið er komin upp úr sprungunni ómeidd. Konan hafði verði í göngu á svæðinu, með annarri konu, um svæðið þegar að hún steig á snjó sem huldi sprunguna og féll niður. Björgunarsveitamenn sigu niður í sprunguna og náðu konunni upp heillri á húfi. 2.3.2010 13:12
Allir Íslendingar í Chile hafa látið vita af sér Allir þeir fjörtíu Íslendingar, sem voru í Chile þegar jarðskjálfti upp á 8,8 stig á Richterskvarða reið yfir landi, hafa látið vita af sér. 2.3.2010 12:20
Vonast eftir lausn í Icesave í dag - eða á morgun Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sögðu eftir ríkisstjórnarfund í morgun að vonir væru bundnar við að nýr Icesave samningur gæti náðst í dag eða á morgun. 2.3.2010 12:04
Ekki talið að Guðbjarni sé farinn úr landi Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott. 2.3.2010 12:01
Björgunarsveitamenn aðstoða konu við Helgafell Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu eru á leið að Helgafelli til að aðstoða konu sem féll ofan í fjögurra metra djúpa sprungu. Konan sem féll var á göngu með annarri konu þegar að óhappið varð. Björgunarsveitamenn hafa heyrt í þeim í gegnum síma. Samkvæmt þeim upplýsingum sem björgunarsveitamenn hafa fengið er konan ekki alvarlega slösuð. 2.3.2010 12:00
Helmingur strandveiðibáta braut reglur um hámarksafla "Það er staðreynd að a.m.k. helmingur þeirra 554 báta sem stunduðu svokallaðar strandveiðar á síðasta sumri braut gegn ákvæðum reglugerðar um hámarksafla," segir Friðrik Friðriksson, lögmaður Landssambands íslenskra útvegsmanna. 2.3.2010 11:52
Sophia Hansen áfrýjar skilorðsdómi Sophia Hansen hefur áfrýjað dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi hana sex mánaða fangelsi, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir að bera rangar sakir á Sigurð Pétur Harðarson. Dómur var felldur í héraði yfir Sophiu þann 12 febrúar síðastliðinn. 2.3.2010 11:46
Rætt um transfitu og transfólk á Alþingi Þingfundur hefst í dag klukkan hálftvö og eru tíu mál á dagskrá fundar. Þar á meðal má finna þingsályktunartillögu um transfitusýrur og aðra um transfólk. 2.3.2010 11:31
Fákunnandi um fjármál sín Ný könnun í Danmörku hefur leitt í ljós að meira en helmingur af ungu fólki þar í landi veit ekkert um persónuleg fjármál sín. 2.3.2010 11:23
Erkiengillinn búinn að kæra brottvísun sína Íslenskur lögmaður Leifs Ivar Kristiansen, leiðtoga norsku Vítisenglanna, er búinn að kæra brottvísun hans frá Íslandi til dóms- og mannréttindamálaráðuneytisins. 2.3.2010 10:38
Árekstur á Háleitisbraut Nokkuð harður árekstur varð á gatnamótum Bústaðarvegar og Háaleitisbrautar í morgun. Að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins rákust tveir bílar saman og eru þeir töluvert skemmdir. Slys á fólki voru hinsvegar minniháttar. 2.3.2010 10:32
Óöld í Chile Sjöþúsund hermenn hafa verið sendir til jarðskjálftasvæðanna í Chile til þess að stöðva þar rán og gripdeildir. 2.3.2010 10:27
Forseti afhendir Nýsköpunarverðlaunin í dag Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands verða afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag klukkan fjögur. Í tilkynningu frá embættinu segir að markmið verðlaunanna sé að heiðra námsmenn sem unnið hafa framúrskarandi starf við úrlausn verkefna sem styrkt eru af Nýsköpunar-sjóði námsmanna. 2.3.2010 10:09
Svör á íslensku um umhverfismál Umhverfisráðuneytið hefur látið þýða á íslensku svör ráðuneytisins við spurningalista framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um umhverfismál. Spurningalistinn var unninn í tengslum við aðildarumsókn Íslands að sambandinu. Hægt er að nálgast svörin á heimasíðu umhverfisráðuneytisin og með því að smella hér. 2.3.2010 10:08
Þráinn Bertelsson: Fimm prósent þjóðarinnar eru fábjánar Þeir sem eru á móti því að ríkið greiði listamannalaun eru fábjánar, sagði Þráinn Bertelsson þingmaður í bítinu á Bylgjunni. Þetta sagði hann í tilefni af því að netkönnun sem gerð var á Vísi bendir til þess að mikill meirihluti er á móti því að ríkið greiði. 1183 tóku þátt í könnuninni. Um 80% sögðust vera á móti því að ríkið greiddi listamannalaun. 2.3.2010 09:46
Clinton vill miðla málum á Falklandseyjum Bandarísk stjórnvöld eru reiðubúin til þess að aðstoða Breta og Argentínumenn við að leysa deilur þeirra um yfirráð yfir Falklandseyjum, segir Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. 2.3.2010 08:27
Guðbjarni enn ófundinn Strokufanginn, sem leitað hefur verið að síðan um helgi, að hann skilaði sér ekki úr bæjarleyfi um helgina, er enn ófundinn. Lögregla telur enn að hann sé á höfuðborgarsvæðinu og telur sig hafa vissu fyrir því að hann sé ekki farinn úr landi. Ekki hefur verið lögð ofur áhersla á leitina þar sem maðurinn er ekki talinn hættulegur, en hann hlaut dóm fyrir aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli til landsins. Lögregla hefur fengið ýmsar vísbendingar um ferðir hans, en þær hafa ekki enn leitt til handtöku. 2.3.2010 08:18
Minntust lokunar Ungdómshússins Allt fór friðsamlega fram þegar um 150 ungmenni minntust þess í Kaupmannahöfn í gærkvöldi að þrjú ár eru liðin frá því að svokölluðu Ungdómshúsi var lokað. 2.3.2010 08:14
Vilja vita hvort Venezúela vildi myrða forseta Kolumbíu Spænsk stjórnvöld hafa farið fram á skýringar frá stjórnvöldum í Venezúela á sögusögnum þess efnis að þau hafi aðstoðað tvo hryðjuverkahópa við að skipuleggja morðtilræði gegn Alvaro Uribe forseta Kólumbíu. 2.3.2010 08:08
BBC ætlar að breyta dagskrá sinni Stjórnendur breska ríkisútvarpsins, BBC, munu í dag kynna umfangsmiklar breytingar á dagskrá sinni. Ætlunin er að verja sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna í kaup á betra dagskrárefni. 2.3.2010 07:59
Írönsk stjórnvöld stöðvuðu blaðaútgáfu Yfirvöld í Íran hafa lokað stærsta stjórnarandstöðu dagblaðinu. Þau saka blaðið um að brjóta fjölmiðlalög. 2.3.2010 07:20
Grundafjörður fullur af síld Grundarfjörður er nú fullur af síld og verður hennar vart alveg upp undir bryggjurnar. Stundum veður hún í yfirborðinu og er hún þá sjáanleg. Það er líka mikið af henni i Kolgrafarfirði og þar hafa háhyrningar verið að gæða sér á henni. 2.3.2010 07:11
Hillary kemur við í Chile Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Chile innan skamms. Ferð hennar þangað mun hafa verið skipulögð áður en skjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið á laugardaginn. 2.3.2010 07:02
Sameinað á forsendum landslags og legu Umfangsmikil vinna er nú farin af stað varðandi sameiningu sveitarfélaga. Ætlunin er að fara hringinn í kringum landið og kanna hvar eðlilegast er að sameina eftir legu og landslagi. Ráðherra er þó eftir sem áður tilbúinn í lögþvingaða sameiningu, en sveitarfélög hafa verið andsnúin henni. 2.3.2010 06:00
Bíða þess vopnaðir að komast á brott Ekkert amar að tveimur íslenskum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar (LHG) og fjórum dönskum sérfræðingum sem voru á hennar vegum í borginni Concepcion í Chile þegar jarðskjálftinn dundi yfir á laugardag. Mennirnir hafa komið sér fyrir heima hjá einum af Dönunum, segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. 2.3.2010 06:00
Með heila frystiklefa í geymslu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur þurft að taka á leigu viðbótarhúsnæði til geymslu á tækjum og tólum sem hald hefur verið lagt á hjá kannabisræktendum um land allt á undanförnum misserum. Húsnæðið sem notað hefur verið í þessu skyni er löngu sprungið. 2.3.2010 06:00
Vonast er eftir fundi síðla dags í London Bjartsýni ríkir um það í stjórnkerfinu að til formlegra funda komi hjá Bretum og Íslendingum í London. Íslenska sendinefndin frestaði för sinni heim í gær. Vonast er eftir fundi síðdegis í dag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var í samskiptum við Paul Myners, bankamálaráðherra Breta, seinni partinn í gær. 2.3.2010 06:00
Sakar Símann um blekkingu Birgir Rafn Þráinsson, framkvæmdastjóri Gagnaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir Símann fyrir framsetningu á svokölluðu Ljósneti sem sagt var frá í Fréttablaðinu í gær. 2.3.2010 06:00
Potaði í auga lögreglumanns Karlmaður á sjötugsaldri hefur verið ákærður fyrir að pota í auga lögreglumanns á Blönduósi. Ríkissaksóknari ákærir manninn fyrir brot gegn valdstjórninni. 2.3.2010 06:00
Skuldirnar yfir viðunandi mörkum Þótt eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga ætli ekki að aðhafast í málefnum Hafnarfjarðar að svo stöddu telur hún skuldir og skuldbindingar bæjarins yfir „þeim mörkum sem talist getur viðunandi og sveitarfélagið getur búið við til lengri tíma litið" eins og segir í bréfi eftirlitsnefndarinnar til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. 2.3.2010 05:30
Gefa grænt ljós á tvöföldun Bæjarráð Kópavogs hefur nú snúið fyrri ákvörðun sinni um að synja Vegagerðinni um breikkun á Suðurlandsvegi ofan við Lögberg og heimilað framkvæmdina. 2.3.2010 05:30
Birta þarf upplýsingar um styrkþega Í greiningarskýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er fundið að því að markvissa stefnu í málefnum dreifbýlisins skorti á Íslandi. Miklar aðfinnslur eru gerðar við stjórnsýslu landbúnaðarmála, ekki síst það að stjórnvöld feli Bændasamtökunum lykilhlutverk í stjórnsýslu málaflokksins og engar opinberar upplýsingar séu aðgengilegar um það hverjir njóta landbúnaðarstyrkja. Fjölmargar stuðningsaðgerðir stangist á við reglur ESB um samkeppni og ríkisstyrki. 2.3.2010 05:00
Um 25 milljarðar í bætur á einu ári Vinnumálastofnun greiddi í gær rúmlega 2,1 milljarð króna í atvinnuleysistryggingar til um 15.500 manns. 2.3.2010 04:45
Töldu ekki allar eignir í ársreikningnum 2007 Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki tillit til fasteigna aðildarfélaga sinna vítt og breitt um landið í ársreikningi 2007, heldur einungis til eigna flokksins sjálfs. Í reikningnum fyrir 2008 birtist heildarmyndin. 2.3.2010 04:45
Flestir styðja Sjálfstæðisflokk Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti stjórnmálaflokkurinn og fengi 32 prósent atkvæða yrði gengið til kosninga nú. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar Capacent Gallup sem sagt var frá í fréttum Sjónvarpsins í gær. 2.3.2010 04:30
Segir málstað Serba heilagan „Málstaður okkar er réttlátur og heilagur,“ sagði Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, í gær frammi fyrir Alþjóðasakadómstólnum í Haag, þar sem hann sætir ákærum fyrir þjóðarmorð og stríðsglæpi vegna forystuhlutverks síns í Bosníustríðinu 1992-95, sem kostaði um 100 þúsund manns lífið. 2.3.2010 04:30
Áhugi Kínverja er vaknaður Áhugi Kínverja er vaknaður á þeim tækifærum sem gefast þegar Norðurskautsleiðin opnast við bráðnun ísbreiðunnar þar. Þetta segir Linda Jakobsson hjá SIPRI, alþjóðlegri rannsóknarstofnun í alþjóðastjórnmálum og öryggismálum. 2.3.2010 04:15
Áhyggjur af stöðu dómstóla Í grundvallaratriðum er íslensk stjórnsýsla skilvirk og málefnaleg og laus undan pólitískum afskiptum. Hún stendur traustum fótum í sömu grunngildum og einkenna stjórnsýslu Evrópusambandsríkjanna, að því er fram kemur í greiningarskýrslu Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna aðildarumsóknar Íslands. 2.3.2010 04:00
Þorsteinn Geirsson látinn Þorsteinn Geirsson, ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðuneytinu, er látinn. Þorsteinn fæddist í Reykjavík 15. febrúar 1941. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1961 og prófi í lögfræði frá HÍ 1966. 2.3.2010 04:00
Ísraelum meinaður aðgangur Lögregluyfirvöld í Dúbaí segja að ferðamenn, sem taldir eru vera Ísraelar, fái ekki að koma til Dúbaí, jafnvel ekki þótt þeir hafi tvöfaldan ríkisborgararétt og sýni vegabréf annars ríkis en Ísrael. 2.3.2010 03:45