Erlent

Vilja vita hvort Venezúela vildi myrða forseta Kolumbíu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að til hafi staðið að ráða Alvaro Uribe af dögum. Mynd/ AFP.
Talið er að til hafi staðið að ráða Alvaro Uribe af dögum. Mynd/ AFP.
Spænsk stjórnvöld hafa farið fram á skýringar frá stjórnvöldum í Venezúela á sögusögnum þess efnis að þau hafi aðstoðað tvo hryðjuverkahópa við að skipuleggja morðtilræði gegn Alvaro Uribe forseta Kólumbíu.

Zapatero, forseti Spánar, sagði að viðbrögð spænsku ríkisstjórnarinnar við sögusögnunum myndu taka mið af skýringum venezúelskra stjórnvalda.

Talið er að kólumbíski Farc hryðjuverkahópurinn og Eta, aðskilnaðarhreyfing Baska, hafi ætlað að sameinast um að myrða Uribe. Stjórnvöld í Venezúela hafa ekki brugðist við ásökunum um að þau hafi ætlað að eiga þátt í slíku tilræði.

BBC greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×