Innlent

Besti flokkurinn ætlar að gefa Húsdýragarðinum ísbjörn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frændi Knúts fer í Húsdýragarðinn, fái Jón Gnarr einhverju ráðið. Mynd/ AFP.
Frændi Knúts fer í Húsdýragarðinn, fái Jón Gnarr einhverju ráðið. Mynd/ AFP.
Besti flokkurinn er ekki að grínast með fyrirhuguðu framboði sínu og ætlar að kynna framboðslista sinn í Smáralindinni klukkan tvö á morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu sem flokkurinn sendi fjölmiðlum í dag.

Besti flokkurinn hyggst bjóða fram í Reykjavík í næstu sveitarstjórnarkosningum sem fram fara í maí, undir listabókstafnum Æ. Markmið Besta flokksins er að koma Jóni Gnarr í sæti borgarstjóra þar sem talið er að hann fái góð laun og völd til að hjálpa vinum sínum og stuðningsfólki.

Besti flokkurinn hefur það á stefnuskrá sinni að sameina Reykjavík og Kópavog í sveitarfélagið Reykó, setja tollahlið á Seltjarnarnes og Garðabæ og sprengja upp brúna yfir Skothúsveg. Besti flokkurinn hyggst einnig gefa Húsdýragarðinum ísbjörn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×