Erlent

Fákunnandi um fjármál sín

Óli Tynes skrifar
Danske Bank vill hressa upp á fjármálalæsi unga fólksins.
Danske Bank vill hressa upp á fjármálalæsi unga fólksins.

Ný könnun í Danmörku hefur leitt í ljós að meira en helmingur af ungu fólki þar í landi veit ekkert um persónuleg fjármál sín.

Framfærslukostnaður, ráðstöfunartekjur og vextir eru þeim hulin ráðgáta.

Þetta leiðir til auðvitað oft til skuldavanda. Og hann hefur leitt til þess að yfir 45 þúsund danir á aldrinum 21-30 ára eru á vanskilaskrá.

Morten Kamp Jörgensen sem stýrir kennslu í fjármálalæsi við Danske bank segir að bankarnir verði að taka meðábyrgð og fara að tala mál sem unga fólkið skilur.

Það verði til dæmis hægt að gera með einföldum dæmum úr daglegu líf sem fólkið kannist við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×