Erlent

Orrustuþotur sendar eftir flugdólgi

Óli Tynes skrifar
Tornado orrustuþotur.
Tornado orrustuþotur.

Tvær breskar orrustuþotur voru í dag sendar til móts við flugvél frá American Airlines eftir að tilkynnt var um farþega sem lét ófriðlega.

Bresk yfirvöld segja að orrustuþoturnar hafi verið afturkallaðar þegar ljóst varð að óróinn í flugvélinni hafði ekkert með hryðjuverk að gera.

American Airlines þotan lenti heilu og höldnu á Heathrow flugvelli. Þar var kona handtekin vegna gruns um að hafa valdið hættu um borð.

Ekkert var sagt um þjóðerni hennar eða aldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×