Innlent

Töldu ekki allar eignir í ársreikningnum 2007

Jónmundur Guðmarsson Í ársreikningnum 2008 birtist heildarmyndin.
Jónmundur Guðmarsson Í ársreikningnum 2008 birtist heildarmyndin.

Sjálfstæðisflokkurinn tók ekki tillit til fasteigna aðildar­félaga sinna vítt og breitt um landið í ársreikningi 2007, heldur einungis til eigna flokksins sjálfs. Í reikningnum fyrir 2008 birtist heildarmyndin.

Þannig má skýra hvers vegna eignir flokksins jukust í efnahagsreikningi um 52 prósent milli áranna, segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Blaðið greindi frá því 25. febrúar að eignir flokksins hefðu farið úr 462 milljónum í 705 milljónir milli ára. Að auki var afgangur af rekstri flokksins 2008, sem jók handbært fé.-kóþ






Fleiri fréttir

Sjá meira


×