Erlent

BBC ætlar að breyta dagskrá sinni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mark Thompson er forstjóri BBC. Mynd/ AFP.
Mark Thompson er forstjóri BBC. Mynd/ AFP.
Stjórnendur breska ríkisútvarpsins, BBC, munu í dag kynna umfangsmiklar breytingar á dagskrá sinni. Ætlunin er að verja sem nemur 118 milljörðum íslenskra króna í kaup á betra dagskrárefni.

Talið er að að með þessu vilji Mark Thompson, forstjóri BBC, bregðast við fyrir þingkosningar sem verða haldnar í Bretlandi áður en árið er á enda. Tveir stærstu stjórnmálaflokkarnir í Bretlandi hafa lýst yfir vilja til þess að breyta rekstri fyrirtækisins. Ben Bradshaw, menningarmálaráðherra Breta, hefur meðal annars sagt að hann vilji gera breytingar á afnotagjöldum.

Breytingarnar sem verða gerðar á dagskránni munu miða að því að BBC sinni betur almannahlutverki sínu. Meiri áhersla verði lögð á fréttir, barnaefni, fræðslu-, tónlistar- og menningarþætti, breska dramaþætti og grín. Auk þess verði lögð áhersla á dagskrárefni sem snertir breskt samfélag í heild sinni.

Til þess að hægt verði að kaupa betra dagskrárefni mun forstjóri BBC jafnframt gera grein fyrir því að dregið verði úr kaupum á amerísku sjónvarpsefni, svo sem þáttaröðum eins og Mad Men og Heroes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×