Innlent

Allir Íslendingar í Chile hafa látið vita af sér

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Utanríkisráðuneytið. Mynd/ GVA.
Utanríkisráðuneytið. Mynd/ GVA.
Allir þeir fjörtíu Íslendingar, sem voru í Chile þegar jarðskjálfti upp á 8,8 stig á Richterskvarða reið yfir landið, hafa látið vita af sér.

Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, segir að sá síðasti hafi látið vita af sér seint í gærkvöld. Allir Íslendingarnir eru óhultir.

Skjálftinn í Chile er einn sá öflugasti sem mælst hefur í heiminum. Yfir 700 manns fórust í skjálftanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×