Erlent

Minntust lokunar Ungdómshússins

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það olli mikilli gremju þegar fréttist að rífa ætti Ungdómshúsið. Mynd/ Pelle Rink.
Það olli mikilli gremju þegar fréttist að rífa ætti Ungdómshúsið. Mynd/ Pelle Rink.
Allt fór friðsamlega fram þegar um 150 ungmenni minntust þess í Kaupmannahöfn í gærkvöldi að þrjú ár eru liðin frá því að svokölluðu Ungdómshúsi var lokað.

Það var annað uppi á teningnum þegar húsinu var lokað en þá þurfti lögreglan að beita vopnum og þyrlu til þess að hafa hemil á æstum múg sem mótmælti fyrirhuguðu niðurrifi hússins.

Í gær áttu mótmælendur og lögreglan hins vegar friðsamlegar samræður í langflestum tilfellum. Einungis tveir af 150 mótmælendum voru handteknir og telur lögreglan að það sé vel sloppið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×