Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2025 11:00 Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á gatnamótunum sem Reykjavíkurborg telur að muni skila sér í betra flæði og meira öryggi. Hafi aðgerðirnar ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða. Reykjavíkurborg Reiknað er með að framkvæmdum á gatnamótum Höfðabakka og Bæjarháls ljúki í vikunni. Ljósastýring á að verða sveigjanlegri og betra jafnvægi að nást á milli akstursstefna. Árbæingar hafa kvartað sáran yfir töfum á umferð undanfarnar vikur. Borgin vonast til að breytingarnar skili sér í betra flæði fyrir alla vegfarendur. Sú var tíðin að fjórar akreinar voru í suðurátt eftir Höfðabakka við Bæjarháls, tvær vinstribeygjureinar, ein áfram og ein hægribeygjurein á framhjáhlaupi. Eftir breytingarnar verður ein vinstri beygja, ein áfram og ein blönduð áfram og til hægri. Fréttastofa ræddi við ökumenn í umferðinni á gatnamótunum í lok ágúst. Þeir furðuðu sig á breytingunum og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók undir með þeim og hvatti borgina til að hætta við breytingarnar. Í tilkynningu borgarinnar í dag segir að umferðartalning hafi sýnt litla eftirspurn eftir hægri beygju á gatnamótunum auk þess sem framhjáhlaupið hafi skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur þegar ökumenn komi á miklum hraða eftir Höfðabakka og beygi til hægri inn á Streng þar sem umferð sé hægari. Tvöfalt meiri eftirspurn hafi verið eftir því að fara beint yfir gatnamótin en að beygja til vinstri. Því hafi miðakreininni verið breytt. Með þessu sé ætlunin að minnka hættu á slysum á gönguþverun og gera akstursflæði í beinu áframstreymi skilvirkara. En þetta eru ekki einu breytingarnar sem nú sér loks fyrir endann á. Á Bæjarhálsi voru þrjár akreinar í vesturátt: vinstribeygja, blönduð áfram/vinstri og hægribeygjuframhjáhlaup. Borgin ákvað að fjarlægja framhjáhlaupið þar sem það hafi reynst bæði hættulegt og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. „Talningar sýna að daglega fara þar yfir um 100 hjólandi einstaklingar á Bæjarhálsi og 150 hjólandi á Höfðabakka. Í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að stofnstígur liggi meðfram Höfðabakka og áfram austur um Dragháls og Krókháls að Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar verða aðskildir stígar fyrir gangandi og hjólandi, og nýja fyrirkomulagið gerir ráð fyrir þeirri þróun,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Slysagreiningar hafi einnig sýnt að aftanákeyrslur voru algengar á hægribeygju framhjáhlaupinu. Því hafi þótt öruggast að láta hægribeygju þar stýrast af umferðarljósum. Fjöldi akreina verði þó óbreyttur í báðar áttir. „Unnið er hörðum höndum að því að koma nýrri ljósastýringu í gagnið og eftir það verður fylgst náið með þróuninni. Ef breytingar hafa ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða en vonir standa til að flæðið verði betra fyrir alla vegfarendur.“ Framundan sé endurnýjun ljósabúnaðar á fleiri gatnamótum Höfðabakka við Vesturlandsveg, Dvergshöfða, Stórhöfða og Bíldshöfða. Gatnamótin við Stórhöfða voru til umfjöllunar í fréttum Sýnar á dögunum þar sem ökumaður klóraði sér í kollinum yfir breytingunum. Reykjavík Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira
Sú var tíðin að fjórar akreinar voru í suðurátt eftir Höfðabakka við Bæjarháls, tvær vinstribeygjureinar, ein áfram og ein hægribeygjurein á framhjáhlaupi. Eftir breytingarnar verður ein vinstri beygja, ein áfram og ein blönduð áfram og til hægri. Fréttastofa ræddi við ökumenn í umferðinni á gatnamótunum í lok ágúst. Þeir furðuðu sig á breytingunum og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins tók undir með þeim og hvatti borgina til að hætta við breytingarnar. Í tilkynningu borgarinnar í dag segir að umferðartalning hafi sýnt litla eftirspurn eftir hægri beygju á gatnamótunum auk þess sem framhjáhlaupið hafi skapað hættu fyrir gangandi vegfarendur þegar ökumenn komi á miklum hraða eftir Höfðabakka og beygi til hægri inn á Streng þar sem umferð sé hægari. Tvöfalt meiri eftirspurn hafi verið eftir því að fara beint yfir gatnamótin en að beygja til vinstri. Því hafi miðakreininni verið breytt. Með þessu sé ætlunin að minnka hættu á slysum á gönguþverun og gera akstursflæði í beinu áframstreymi skilvirkara. En þetta eru ekki einu breytingarnar sem nú sér loks fyrir endann á. Á Bæjarhálsi voru þrjár akreinar í vesturátt: vinstribeygja, blönduð áfram/vinstri og hægribeygjuframhjáhlaup. Borgin ákvað að fjarlægja framhjáhlaupið þar sem það hafi reynst bæði hættulegt og torveldað tengingar hjóla- og göngustíga. „Talningar sýna að daglega fara þar yfir um 100 hjólandi einstaklingar á Bæjarhálsi og 150 hjólandi á Höfðabakka. Í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir að stofnstígur liggi meðfram Höfðabakka og áfram austur um Dragháls og Krókháls að Grafarholti og Úlfarsárdal. Þar verða aðskildir stígar fyrir gangandi og hjólandi, og nýja fyrirkomulagið gerir ráð fyrir þeirri þróun,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Slysagreiningar hafi einnig sýnt að aftanákeyrslur voru algengar á hægribeygju framhjáhlaupinu. Því hafi þótt öruggast að láta hægribeygju þar stýrast af umferðarljósum. Fjöldi akreina verði þó óbreyttur í báðar áttir. „Unnið er hörðum höndum að því að koma nýrri ljósastýringu í gagnið og eftir það verður fylgst náið með þróuninni. Ef breytingar hafa ófyrirséð áhrif á nærliggjandi gatnakerfi verður gripið til aðgerða en vonir standa til að flæðið verði betra fyrir alla vegfarendur.“ Framundan sé endurnýjun ljósabúnaðar á fleiri gatnamótum Höfðabakka við Vesturlandsveg, Dvergshöfða, Stórhöfða og Bíldshöfða. Gatnamótin við Stórhöfða voru til umfjöllunar í fréttum Sýnar á dögunum þar sem ökumaður klóraði sér í kollinum yfir breytingunum.
Reykjavík Samgöngur Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Sjá meira