Erlent

Áhugi Kínverja er vaknaður

Áhugi Kínverja er vaknaður á þeim tækifærum sem gefast þegar Norðurskautsleiðin opnast við bráðnun ísbreiðunnar þar. Þetta segir Linda Jakobsson hjá SIPRI, alþjóðlegri rannsóknarstofnun í alþjóðastjórnmálum og öryggismálum.

Hún segir hlutleysi kínverskra stjórnvalda gagnvart Norðurskautinu hafa sætt gagnrýni af hálfu kínverskra fræðimanna. Kínverjar hafi hins vegar sýnt áhuga á að verða virkari aðilar að Norðurskautsráðinu, þar sem þeir hafa eingöngu fengið að vera áheyrnarfulltrúar.

Þótt Kínverjar eigi ekki land að Norðurskautshafinu hafa þeir stundað veiðar á norðurslóðum og hefðu hag af styttri flutningaleið til Evrópu.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×