Fleiri fréttir

Milljarðar króna töpuðust á síðasta ári

Það er einróma skoðun hagsmunaaðila í sjávarútvegi að stjórn, eða stjórnleysi, makrílveiðanna árið 2009 hafi verið sóun á verðmætum. Þetta kom fram á málstofu um veiðar og vinnslu á makríl sem sjávarútvegsráðuneytið stóð fyrir fyrir skömmu.

Fíkniefnasmyglarar dæmdir

Tveir fíkniefnasmyglarar voru dæmdir í fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Tvítugur karlmaður frá Rúmeníu var dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi og pólskur ríkisborgari var dæmdur í tólf mánaða fangelsi.

Áhorfendur tíu milljónir talsins

Franski náttúrulífssjónvarpsþátturinn Ushuaia Nature verður laugardaginn 13. mars tileinkaður Íslandi. Þátturinn er hálftíma langur og verður sýndur á sjónvarpsstöðinni TF1.

Með húmor að vopni í herferð

„Við teljum að nálgast þurfi karlmenn öðruvísi en konur þegar kemur að svona málum,“ segir Gústaf Gústafsson hjá Krabbameinsfélagi Íslands, sem fer þá óvenjulegu leið að nota grín til að vekja athygli á árverkniátakinu Karlmenn og krabbamein.

Fá 2,9 milljarða í Danmörku

Eyrir Invest seldi á hlutabréfamarkaði í Kaupmannahöfn í Danmörku í gær 16,9 milljónir hluta í stoðtækjafyrirtækinu Össuri á genginu 7,25 danskar krónur á hlut, jafnvirði 170 íslenskra króna. Söluandvirðið þessu samkvæmt nemur tæpum 2,9 milljörðum króna.

50 danskir hermenn komnir

Loftrýmisgæsla á vegum Atlantshafsbandalagsins hefst á ný hér við land í dag og stendur til 30. mars. Flugsveit frá danska flughernum sinnir gæslunni að þessu sinni.

Nokkur sjávarþorp jöfnuðust við jörðu

Meðan björgunarsveitir unnu baki brotnu við að leita að fólki á lífi í rústum húsa voru hersveitir sendar til þess að stöðva þjófnað úr verslunum á jarðskjálftasvæðunum í Chile.

Rauði Kross Íslands sendir fé til Chile

Rauði kross Íslands hefur ákveðið að senda þrjár milljónir króna til neyðaraðgerða í kjölfar jarðskjálftans í Chile nú um helgina. Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar veitt 360 milljónum króna úr neyðarsjóði sínum og Rauði krossinn í Chile hefur hrint af stað fjáröflun til aðstoðar fórnarlömbum hamfaranna.

Móðurskipi sjóræningja sökkt

Danski tundurspillir­inn Absalon hefur sökkt sjóræningjaskipi úti af ströndum Sómalíu. Áhöfn sjóræningjaskipsins var gefinn kostur á að fara í land áður en því var sökkt.

Bifreið fór ofan í Rauðavatn

Bíll fór ofan í vök á Rauðavatni um kvöldmatarleytið en ökumaðurinn var einn í bílnum. Hann hafði ekið út á ísinn og svo virðist sem hann hafi skyndilega gefið undan þunga bílsins þegar ökumaður hafði ekið um 30-40 metra frá bakkanum.

Kona frá Chile getur ekki sofið vegna áhyggjanna

Kona frá Chile sem búsett er hér á landi hefur ekkert heyrt í fjölskyldu sinni sem lenti í jarðskjálftanum þar í landi á laugardag. Hún segist ekkert hafa sofið síðustu sólarhringa og lítið getað gert annað en beðið og vonað það besta.

Sighvatur: Áfall fyrir stofnunina

Sighvatur Björgvinsson framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands segir að fjármálamisferli Jóhanns Pálssonar, fyrrverandi umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík sé áfall fyrir stofnunina og starfsfólk hennar.

Ferlegur frændgarður

Fjörutíu og sex ára gamall austurrískur bóndi er í sjokki eftir að hann komst að því að hann er náinn ættingi Adolfs Hitlers.

Enn leitað að Guðbjarna - mynd

Lögreglan á Selfossi leitar enn að Guðbjarna Traustasyni, fanga af Litla Hrauni, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á laugardag. Talið er að hann haldi til einhversstaðar á höfuðborgarsvæðinu, en hann hefur ekki fundist þrátt fyrir talsverða eftirgrennslan.

Meiðslin ekki alvarleg

Iðnaðarmaðurinn sem féll úr stiga í Háskólanum í Reykjavík í hádeginu í dag reyndist ekki alvarlega slasaður eins og talið var í fyrstu. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er líðan hans ágæt og meðsl hans ekki alvarleg.

Jóhanna óviss um tilgang þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir engin áform um annað en að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla í Icesave-málinu fari fram næstkomandi laugardag. Hún segist samt velta fyrir sér tilgangi þess að kjósa um málið það sem fyrir liggi betra tilboð frá Bretum og Hollendingum.

Listasafn neðansjávar

Við eyna Mujeres undan strönd Mexíkós er nú verið að reisa skemmtigarð með styttum og öðrum listaverkum. Það sem er óvenjulegt við þennan skemmtigarð er að hann er neðansjávar.

Fjármálamisferli í Mósambík til rannsóknar

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar nú fjármálamisferli hjá fyrrverandi umdæmisstjóra Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Mósambík. Maðurinn lét af störfum um miðjan janúar síðastliðinn þar eð ráðningartímabili hans var lokið og nýr umdæmisstjóri tók við starfinu.

Olíuleit á Drekasvæði boðin út að nýju 2011

Iðnaðarráðherra hefur ákveðið að 2. útboð sérleyfa til rannsókna og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu muni fara fram árið 2011 á tímabilinu 1. ágúst til 1. desember. Í tilkynningu frá Iðnaðarráðuneytinu segir að síðustu mánuði hafi Orkustofnun verið í sambandi við olíufélög sem sýndu fyrsta útboði til olíuleitar á Drekasvæðinu áhuga en sóttu ekki um.

„Mottu-mars" - keppt í skeggrækt

„Mottu-mars" er yfirskrift mánaðarlangs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein sem hófst formlega í dag þegar úrvalslið allra helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skoruðu á hvert annað í mottukeppni - söfnun yfirvaraskeggs. Sala á barmmerkjum fer einnig fram laugardaginn 6. mars 2010 og verður öllum ágóða af söfnunarstarfi átaksins varið til rannsókna, fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra.

Loksins opið í Bláfjöllum

Bláfjöll opna klukkan þrjú í dag og er það í fyrsta sinn á þessum vetri sem nægur snjór er í fjallinu. Svæðið verður opið til klukkan níu í kvöld og er nokkur vindur á svæðinu að því er fram kemur á heimasíðu skíðasvæðanna. Fólk er beðið um að skíða aðeins innan merkta brauta því það er mjög stutt í grjót sé farið utan þeirra.

Katrín: Baltasar rosa sætur

„Mér fannst Baltasar rosa sætur. Hann stóð nú eiginlega alveg upp úr," segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra um Edduverðlaunahátíðina sem fram fór um helgina. Hátíðin var hinn allra glæsilegasta.

Andri Snær hlýtur Kairos verðlaunin

Andri Snær Magnason rithöfundur veitti Kairos verðlaununum viðtöku í Hamborg sunnudaginn 28. febrúar. Athöfnin sjálf, sem helguð er verðlaunahafanum og verkum hans, fór fram í Borgarleikhúsinu í Hamborg að viðstöddum 1200 gestum. Í tilkynningu frá Forlaginu segir að á meðal þeirra sem fram komu hafi verið Emilíana Torrini, Pétur Hallgrímsson, Steindór Andersen, Páll frá Húsafelli og Hilmar Örn Hilmarsson. Víða mun hafa verið um verðlaunaafhendinguna í evrópskum fjölmiðlum í gær.

Slasaðist alvarlega í HR

Iðnaðarmaður slasaðist alvarlega í Háskólanum í Reykjavík nú í hádeginu. Að sögn lögreglu er óljóst um líðan mannsins á þessari stundu en hann mun hafa fallið úr stiga úr töluverðri hæð.

Ísfélagið með tvö skip í smíðum í Chile

Óvissa er nú uppi um ástand tveggja skipa sem Ísfélagið í Vestmannaeyjum er með í smíðum í borginni Talcuano í Chile sem varð illa úti í jarðskjálftanum á laugardag. Skipasmíðastöðin mun vera mjög illa farin og þegar hafa borist fregnir af því að varðskipið Þór sé skemmt en það er smíðað í sömu stöð.

Forsetinn sendir samúðarkveðju til Chile

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Chile, Michelle Bachelet, samúðarkveðjur frá sér og íslensku þjóðinni vegna jarðskjálftanna í landinu.

Sex Íslendingar eiga eftir að láta vita af sér

Enn er ekki vitað um afdrif sex Íslendinga sem talið er að hafi verið í Chile þegar að jarðskjálfti skók landið á laugardaginn. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hafa 34 Íslendingar látið vita af sér.

Alþjóðagjaldeyrissjóðnum verði vísað úr landi

Birgitta Jónsdóttir mun í dag mæla fyrir þingsályktunartillögu þess efnis að fjármálaráðherra láti vinna efnahagsáætlun án aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Meðfultningsmenn Birgittu eru félagar hennar úr Hreyfingunni auk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, Eyglóar Harðardóttur og Höskuldar Þórhallssonar úr Framsóknarflokknum.

Ók réttindalaus undir áhrifjum lyfja

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt ökumann, eftir að hann hafði ekið yfir á rauðu ljósi í Hálsahverfi í Reykjavík. Maðurinn, sem var réttindalaus, viðurkenndi að hana neytt amfetamíns og svonefndra læknalyfja. Sjö ölkumenn voru teknir úr umferð í fyrrinótt, þar af fimm vegna ölvunaraksturs og tveir fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna.-

Réttarhöld yfir Karadzic hefjast að nýju

Gert er ráð fyrir því að Radovan Karadzic, fyrrverandi leiðtogi Bosníu-Serba, hefji málsvörn sína fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag í dag þegar réttarhöld yfir honum hefjast að nýju.

Sjá næstu 50 fréttir