Erlent

Hillary kemur við í Chile

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hillary ætlar að kíkja til Chile. Mynd/ AP.
Hillary ætlar að kíkja til Chile. Mynd/ AP.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Chile innan skamms. Ferð hennar þangað mun hafa verið skipulögð áður en skjálfti upp á 8,8 á Richter skók landið á laugardaginn.

Gert er ráð fyrir að Clinton hitti Michelle Bachelet forseta Chile og Sebastian Pinera, verðandi forseta, á flugvellinum í Santiago. Töluverður órói hefur verið í Chile síðan á laugardaginn og hefur Bachalet forseti sent 7000 hermenn á svæðin sem urðu verst úti, til þess að skapa ró.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×