Erlent

Ísraelum meinaður aðgangur

Dhafi Khalfan
Yfirmaður lögreglunnar í Dúbaí.
Nordicphotos/AFP
Dhafi Khalfan Yfirmaður lögreglunnar í Dúbaí. Nordicphotos/AFP

Lögregluyfirvöld í Dúbaí segja að ferðamenn, sem taldir eru vera Ísraelar, fái ekki að koma til Dúbaí, jafnvel ekki þótt þeir hafi tvöfaldan ríkisborgararétt og sýni vegabréf annars ríkis en Ísrael.

Þetta eru viðbrögð vegna morðs á Palestínumanni, sem 26 útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad eru taldir bera ábyrgð á. Ísraelarnir komu til Dúbaí á fölsuðum vegabréfum. Ísraelsk stjórnvöld hafa hvorki viljað játa né neita því að leyniþjónustan hafi staðið að verki.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×