Fleiri fréttir

Fimmtíu hálshöggnir víkingar

Breskir vísindamenn hafa komist að þeirri niðurstöðu að yfir fimmtíu afhöfðaðar beinagrindur sem fundust í fjöldagröf í Dorset á síðasta ári séu af víkingum.

Eldsvoði reyndist vera pítsubakarar

Sjúkraflutningamenn hafa farið í 30 útköll í dag þar af tvö útköll út á land. Rólegt hefur verið hjá slökkviliðinu á höfuðborgasvæðinu í dag en þeir fengu eitt útkall í morgun um eldsvoða á pítsustað í miðborginni.

Þegi þú Norðmaður

Fjölmiðlar í Afríkuríkinu Malawi eru foxillir út í Erik Solheim þróunarráðherra Noregs fyrir að vekja máls á ofsóknum gegn samkynhneigðum í landinu.

Egill vill verða dagskrástjóri RÚV

Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason hefur sótt um stöðu dagskrástjóra RÚV en alls sóttu 37 einstaklingar um starfið og eru margir þeirra þjóðkunnir.

Neyðarhringing sjö ára gutta -upptaka

Sjö ára gamall drengur náði að fela sig inni á baðherbergi á heimili sínu í suðurhluta Kaliforníu í gær á sama tíma þrír vopnaðir ræningjar hótuðu foreldrum hans.

Ók ölvuð til lögreglunnar og bað hana um aka sér heim

Kona á fimmtugsaldri var dæmd fyrri ölvunarakstur í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Konan kom á lögreglustöðina í júlí á síðasta ári sjáanlega mjög ölvuð, og tók þar á móti henni lögreglumaður. Bað konan lögreglumanninn um að aka sér heim á bifreið hennar vegna þess að hún væri ekki í ástandi til þess að aka sjálf.

Flugumferðastjórar setjast við samningaborðið

Flugumferðastjórar auk viðsemjanda, sem eru Flugstoðir og Keflavíkurflugvöllur, hittast hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf tvö í dag. Til stóð að setja lögbann á verkfall flugumferðarstjóra í gær en til þess kom ekki þar sem verkfallinu var aflýst og lýst var yfir vilja til þess að semja.

Dæmdir fyrir að stela og eyðileggja bíl

Karlmaður var dæmdur í morgun í mánaðarlangt fangelsi skilorðsbundið til þriggja ára í Héraðsdómi Suðurlands fyrir eignarspjöll og þjófnað. Þá var annar maður einnig einnig dæmdur fyrir eignaspjöll og játaði hann skýlaust. Hann var dæmdur til þess að greiða 40 þúsund krónur í sekt.

„Ákveðin stílbrögð í pólitík og gaman af því“

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segist orðinn þreyttur á því kjaftæði að ríkisstjórnin sé ekkert að gera, eins og hann orðar það. Steingrímur beitti "sérstökum stílbrögðum" mati formanns Samtaka iðnaðarins þegar hann bað nafngreinda menn sem hafa gagnrýnt ríkisstjórnina um standa upp á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins í morgun.

Engar breytingar gerðar á ráðherraliðinu á næstu vikum

Engar breytingar verðar gerðar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar á næstu vikum að sögn Steingríms J. Sigfússonar, fjármálaráðherra. Hann útilokar þó ekki að Ögmundur Jónasson setjist í ráðherrastól síðar á kjörtímabilinu.

Varðskipið minna laskað en óttast var í fyrstu

Talið er að nýja varðskipið Þór sé minna laskað en óttast var í fyrstu eftir flóðbylgjuna sem kom í kjölfar jarðskjálftanna í Chile nýverið. Það verður sjósett aftur á morgun og allsherjarúttekt verður gerð á því í næstu viku.

Opnað fyrir vefframtöl einstaklinga

Opnað hefur verið fyrir vefframtal á vef ríkisskattstjóra en lokaskil á framtali eru 26. mars næstkomandi. Veflyklar og skattframtöl á pappír berast í pósti á næstu dögum. Innistæður á bankabókum og skuldir hjá bönkum eru forskráðar í skattaframtalinu, sem auðvelda ætti vinnuna.

Jóhanna kynnir frumvarp um bætur vegna illrar meðferðar á börnum

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur boðað til fundar með fréttamönnum eftir hádegi til að kynna frumvarp til laga sem ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun um sanngirnisbætur vegna misgjörða á stofnunum og heimilum fyrir börn.

Fjárdrátturinn í sendiráðinu í Vín enn til skoðunar

Mál konu sem grunuð er um að hafa dregið sér rúmlega 50 milljónir króna á meðan hún starfaði sem bókari í sendiráði Íslands í Vínarborg er enn til rannsóknar, að sögn Helga Magnúsar Gunnarssonar yfirmanns efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra. Hann segir að rannsóknin hafi gengið afar vel og að á næstunni verði tekin ákvörðun um hvort gefin verði út ákæra.

Ákærðir fyrir að smygla fjórum kílóum af amfetamíni til Íslands

Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa verið ákærðir fyrir að flytja rétt tæplega fjögur kíló af amfetamíni til Íslands frá Rotterdam í Hollandi. Efnin komu til landsins í janúar með flutningaskipinu Arnarfelli en annar mannanna, Jónþór Þórisson, sótti efnin um borð í skipið á Íslandi. Lögreglan fann þau svo skömmu síðar innanklæða á honum.

Fyrsta hundasleðakeppnin haldin á morgun

„Við höldum að þetta sé fyrsta mótið sem haldið hefur verið hér á Íslandi,“ segir Anna Marín Kristjánsdóttir, einn af skipuleggjendum sleðahundakeppni sem verður haldin á morgun við Víti fyrir ofan Kröfluvirkjun í Mývatnssveit.

Plástur læknar húðkrabbamein

Plástur sem læknar húðkrabbamein verður kynntur á læknaráðstefnu í Mónakó í dag. Plásturinn hefur enn ekki verið þróaður fyrir sortuæxli en árangurinn í meðferð á öðrum tegundum húðkrabbameins er sagður vera 90 prósent.

Styttri biðlistar

Staða á biðlistum á sjúkrahúsum og læknastofum er almennt góð og biðtími stuttur eftir allflestum skurðaðgerðum. Fækkað hefur umtalsvert á biðlista eftir aðgerðum á augasteini en biðlisti fyrir liðskiptaaðgerðir á hné hefur lengst. Þetta kemur fram á vef Landlæknisembættisins sem hefur birt nýjar tölur um biðlista á sjúkrahúsum og læknastofum eftir völdum skurðaðgerðum í febrúar 2010.

Merkingar á nautahakki ófullnægjandi

Í of mörgum tilvikum eru merkingar á umbúðum fyrir nautahakk ekki í samræmi við gildandi reglur. Þessu verða kjötiðnaðarstöðvar að kippa í liðinn tafarlaust. Þetta er meðal niðurstaðna í gæðakönnun sem Landssamband kúabænda og Neytendasamtökin ákváðu að gera í framhaldi af umræðum um gæði á nautahakki. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðneytið styrkti verkefnið að hluta. Matís sá um framkvæmd könnunarinnar, sem náði til átta tegunda nautahakks, að fram kemur á vef Neytendasamtakanna.

Lánþegar krefjast aðgerða

Samtök lánþega krefjast nú þegar aðgerða stjórnvalda, til að vernda almenna borgara gagnvart skuldheimtumönnum fjármögnunarfyrirtækja, segir í yfirlýsingu samtakanna.

Helgi leiðir framsóknarmenn í Árborg

Framboðslisti Framsóknarfélags Árborgar fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi. Helgi Sigurður Haraldsson, svæðisstjóri, leiðir listann. Bæjarfulltrúar flokksins sóttust ekki eftir endurkjöri og skipa heiðurssæti framboðslistans.

Segja lög tímaskekkju og fagna frumvarpi Álfheiðar

Stjórn Ungra Vinstri grænna fagnar frumvarpi Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, sem miðar að því að fella úr gildi lög frá 1938 sem heimila ófrjósemisaðgerðir á einstaklingum með þroskahömlun eða geðsjúkdóma. Það vekur furðu stjórnar UVG að lögin, sem eru tímaskekkja og brjóta á mannréttindum fólks, séu enn í gildi hér á landi, að fram kemur í ályktun félagsins.

Össur vonar að nýjar viðræður hefjist eftir helgi

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, vonast til þess að nýjar samningaviðræður við Hollendinga og Breta um Icesave málið hefjist eftir helgi. Hann segir ráðamenn í löndunum reiðbúna til að hefja viðræður. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær, að fram kemur á vef Reuters.

Geymdi 60 hunda í kössum heima hjá sér

Meira en sextíu hundar fundust á heimili 65 ára konu í San Diego í Kaliforníu sem var handtekin í gær fyrir vanrækslu og illa meðferð á dýrunum. Hundarnir fundust í tveggja herbergja íbúð þar sem þeir voru geymdir í lokuðum búrum og kössum sem var staflað ofan á hvorn annan.

Nýr danskur flokkur leggur áherslu á dýravernd

Fokus heitir nýstofnaður stjórnmálaflokkur í Danmörku. Þingmaðurinn Christian H. Hansen, sem sagði þig úr Þjóðarflokknum í janúar er talsmaður flokksins. Christian skilgreinir Fokus sem miðhægriflokk sem leggi áherslu á umhverfismál og dýravernd.

Obama sagður ósáttur við nýja byggð í Jerúsalem

Heimsókn varaforseta Bandaríkjanna til Ísraels og Palestínu hefur ekki styrkt samband Bandaríkjastjórnar og ráðamanna í Ísrael. Barack Obama er sagður afar ósáttur við þá ákvörðun Ísraela að leyfa nýja byggð í Jerúsalem.

Próflaus undir áhrifum fíkniefna

Sautján ára piltur, sem ekki hefur tekið bílpróf, missti stjórn á bíl, sem hann hafði að láni á Eyrarbakka í gærkvöldi. Hann ók yfir háa gangstéttarbrún, í gegnum girðingu og hafnaði í húsagarði.

Áfram fylgst með skjálftavirkni

Skjálftavirkni undir Eyjafjallajökli var heldur meiri í nótt en í fyrrinótt, en þó mun minni en um síðustu helgi. Engin snarpur skjálfti hefur orðið þar síðan skjálfti upp á rúmleg þrjá á Richter varð undir jöklinum síðdegis í gær. Almannavarnir fylgjast enn grannt með svæðinu.

Kvartaði undan lélegum fíkniefnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt óvenjulega kvörtun vegna vörusvika, sem sá svikni leit mjög alvarlegum augum. Hann hafði keypt fíkniefni af óþekktum manni á öldurhúsi og drifið sig heim til að neyta þeirra, en þá hafi ekkert virkað. Þetta hafi greinilega verið svikin vara og hafi honum sárnað mjög.

Flug með eðlilegum hætti

Flug verður með eðlilegum hætti í dag, þar sem flugumferðarstjórar aflýstu verkfallsaðgerðum eftir að þeir fengu fyrirheit um það að samningamenn Flugstoða hefðu örugglega umboð til samningsgerðar.

Sendiherra Tyrkja í Svíþjóð kallaður heim

Sendiherra Tyrklands í Svíþjóð hefur verið kallaður heim vegna þess að sænska þingið samþykkti í gær þingsályktun þess efnis að þjóðarmorð hafi verið framið á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni.

Lét lífið þegar tré féll á hann

Rúmlega sextugur danskur karlmaður lést seinnipartinn í gær þegar tré sem hann var að saga niður féll ofan á hann, að fram kemur á vef Berlingske Tidende. Maðurinn var við annan mann að fella niður nokkur tré norðarlega á Jótlandsskaga þegar atvikið varð en hann hlaut slæma höfuðáverka. Að sögn lögreglu lést maðurinn samstundis þrátt fyrir að hann væri með hjálm.

Brekkur og gengi heilla skíðamenn

Hópur níutíu Færeyinga flaug í gær í beinu flugi frá heimalandinu til Akureyrar þar sem dvelja á fram á sunnudag við skíðaiðkun og aðra skemmtan.

Fundu æva gömul skipsflök

Tólf gömul skipsflök hafa fundist í Eystrasalti, það elsta hugsanlega 800 ára gamalt en hin líklega frá sautjándu, átjándu og nítjándu öld. Sum þeirra eru óvenju vel varðveitt.

Stjórnarkjör verða marklaus

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur að nýsett lagaákvæði um kynjahlutföll í stjórnum hlutafélaga og einkahluta-félaga stríða gegn rétti minnihluta í hlutafélögum. Bent hafi verið á þá annmarka við meðferð Alþingis á frumvarpi um málið en litið hafi verið fram hjá sjónarmiðum samtakanna.

Risaráðstefna 2013

Tvö þúsund manna ráðstefna tannréttingasérfræðinga verður í tónlistarhúsinu Hörpu á árinu 2013. Þetta kom fram á kynningarfundi aðstandenda Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Portusar, sem haldinn var í gær til að blása „til stórsóknar í þágu ráðstefnuhússins á alþjóðlegum ráðstefnumarkaði“.

Meta hvort útgerðin þoli fyrningu kvóta

Sérfræðingar Háskólans á Akureyri vinna nú að úttekt á skuldastöðu útgerðarfyrirtækja og er ætlað að meta í framhaldinu hvort þau þola fyrningu aflaheimilda. Til grundvallar liggja hagtölur sjávarútvegsins og trúnaðarupplýsingar úr bönkum.

Flestir vilja frekar innlent efni í sjónvarpi

Tæp 43 prósent sækjast mun eða heldur meira eftir innlendu efni en erlendu í sjónvarpi. Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Íslands um menningarneyslu á Íslandi.

Vill blása lífi í friðarviðræður

Utanríkismál Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir mikilvægt að blása lífi í friðarviðræður fyrir botni Miðjarðarhafs á milli Ísraela og Palestínumanna. Deilur um nýja 1.600 íbúða byggð Ísraela í austurhluta Jerúsalem megi ekki setja stein í götu þeirra. Friðarviðræðurnar hafa nú ve

Engin ákvörðun tekin fyrr en í lok apríl

Evrópusambandið „Að okkar mati verður ákvörðun um upphaf aðildarviðræðna við Ísland ekki tekin formlega á fundi leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á fundi þeirra 25. og 26. mars, heldur á fundi ráðherraráðsins, líklega undir lok aprílmánaðar,“ segir Michael Stübgen,

Sjá næstu 50 fréttir