Erlent

Geymdi 60 hunda í kössum heima hjá sér

Meira en sextíu hundar fundust á heimili 65 ára konu í San Diego í Kaliforníu sem var handtekin í gær fyrir vanrækslu og illa meðferð á dýrunum. Hundarnir fundust í tveggja herbergja íbúð þar sem þeir voru geymdir í lokuðum búrum og kössum sem var staflað ofan á hvorn annan.

Fjórfætlingarnir voru flestir meiddir á löppum og trýnum eftir að hafa reynt að komast út. Þá áttu nokkrir hundanna í öndunarerfiðleikum. Þeim hefur verið komið fyrir í dýraskýli en ekki liggur fyrir hvort að það þurfi að lóga þeim. Sjálf segir konan að hún hafi verið að bjarga hundunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×