Samtök lánþega krefjast nú þegar aðgerða stjórnvalda, til að vernda almenna borgara gagnvart skuldheimtumönnum fjármögnunarfyrirtækja, segir í yfirlýsingu samtakanna.
Þar er bent á að samkvæmt nýlegum dómi Héraðsdóms standist túlkun fyrirtækjanna á þessum lánasamningum ekki lög, og að það sé nú staðreyndin, þótt málinu hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Stjórnvöld hafi sýnt, með aðgerðum gegn flugumferðarstjórum, að kjarkur sé til staðar, segir í yfirlýsingunni.
Lánþegar krefjast aðgerða
