Fleiri fréttir

BSRB mótmælir öllum áformum um lagasetningu á verkföll

Áður en tilkynnt var að flugumferðastjórar myndu aflýsa verkfalli sendi BSRB frá sér ályktun þar sem mótmælt er öllum áformum um að stjórnvöld grípi inn í vinnudeilu Félags íslenskra flugumferðarstjóra við Flugstoðir ohf og Keflavíkurflugvöll ohf með setningu bráðabirgðalaga á verkfallsaðgerðir. Segir BSRB að verkfallsréttur launafólks séu grundvallarréttindi og inngrip stjórnvalda með lagasetningu sé ólýðræðisleg valdbeiting.

Ákveðið að setja lög á flugumferðarstjóra

Lög verða sett á deilu flugumferðarstjóra við Flugstoðir til að koma í veg fyrir fjögurra stunda verkfallsaðgerðir þeirra í fyrramálið. Ríkisstjórnin kom saman á fundi klukkan sex til að ræða lögin. Alþingi verður kallað saman í kvöld þar sem lögin verða væntanlega lögð fyrir í kvöld með afbrigðum og samþykkt áður en verkfallið hefst. Verkfallið var áformað klukkan sjö í fyrramálið en upp úr fundi samninganefnda Félags flugumferðastjóra og SA slitnaði um fimmleytið í dag.

Össur fundaði með utanríkisráðherra Danmerkur

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund með Lene Espersen utanríkisráðherra Danmerkur í tengslum við utanríkisráðherrafund Norðurlandanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn í dag.

Ásta Ragnheiður óskar Litháum til hamingju

Í dag eru 20 ár liðin síðan að litháíska þingið samþykkti sjálfstæðisyfirlýsingu landsins. Forseti Alþingis, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, er stödd í Litháen af þessu tilefni og var gert ráð fyrir að hún myndi færa litháísku þjóðinni heillaóskir Alþingis sem samþykktar voru með sérstakri þingsályktun á mánudaginn. Íslendingar voru fyrstir þjóða til þess að viðurkenna sjálfstæði Litháen.

Engar athugasemdir gerðar við notkun á greiðslukortum

Deloitte endurskoðun gerir engar athugasemdir við notkun starfsmanna VR á greiðslukortum síðustu þrjú árin. Stjórn VR óskaði eftir því í byrjun febrúar að Deloitte skoðaði alla notkun á greiðslukortum félagsins þetta tímabil.

Fær bætur greiddar eftir synjun um vist í Lögregluskólanum

Hæstiréttur dæmdi íslenska ríkið í dag til að greiða karlmanni 300 þúsund krónur í skaðabætur. Maðurinn sótti um að fá að þreyta inntökupróf í Lögregluskóla ríkisins vorið 2005 en var hafnað þar sem hann fullnægði ekki almennu skilyrði um hámarksaldur.

Lög hugsanlega sett á verkfall flugumferðarstjóra

Flugumferðarstjórar hafa setið á fundum með viðsemjendum síðan klukkan eitt í dag. Hlé var gert á fundinum um fjögur og funduðu þá aðilar hver í sínu horni. Verkfall flugumferðarstjóra skellur á klukkan sjö í fyrramálið að óbreyttu.

Tveir skjálftar yfir þremur stigum undir Eyjafjallajökli

Enn skelfur jörð undir Eyjafjallajökli og í dag rétt fyrir klukkan fjögur riðu yfir tveir skjálftar sem mældust yfir 3 stig. Annar þeirra átti upptök sín á 1,1 kílómetra dýpi og hinn á 2,5 kílómetra dýpi. Þessir skjálftar eru nokkuð stærri en flestir sem riðið hafa yfir í skjálftahrinunni undanfarna daga.

Þriggja mánaða skilorð fyrir að stela 15 tonnum af áburði

Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir starfsmanni Fóðurblöndunnar sem var sakfelldur fyrir að hafa tekið 15 tonn af gölluðum áburði hjá fyrirtækinu og nýtt í eigin þágu án þess að greiða fyrir hann.

Sýknudómi yfir blaðamönnum snúið í Hæstarétti

Hæstiréttur Íslands snéri sýknudómi meiðyrðamáls sem Rúnar Þór Róbertsson höfðaði á hendur Erlu Hlynsdóttur, blaðakonu DV og Sigurjóns M. Egilssonar, fyrrverandi ritstjóra sama blaðs.

Iceland Express snýr á flugumferðarstjóra

Vegna yfirvofandi verkfalls flugumferðarstjóra í fyrramálið, munu vélar Iceland Express til Kaupmannahafnar og London fara klukkan 06:15 í loftið í staðinn fyrir 07:00. Í fréttatilkynningu frá Iceland Express kemur fram að allir farþegar hafi þegar verið látnir vita.

Öfgamenn tapa í Írak

Fyrstu tölur úr kosningunum í Írak um síðustu helgi sýna að Nouri al-Maliki forsætisráðherra hefur forskot í tveim shía héruðum í suðurhluta landsins. Þar var hann upp á móti harðlínu trúarflokkum með náin tengsl við Íran.

Vespurnar loksins heiðraðar

Yfir 1100 konur voru í gær sæmdar gullorðu bandaríska þingsins fyrir framlag sitt sem herflugmenn/konur í síðari heimsstyrjöldinni.

Annar skjálfti í Chile - 7,2 stig

Enn einn jarðskjálfti reið yfir í Chile í dag og mældist hann 7,2 stig á Richter kvarðanum. Enn hafa engar fregnir borist af tjóni eða mannfalli en ekki er búist við því að flóðbylgjuviðvörun verði gefin út vegna skjálftans.

Tanorexíufélagið: Brúnkufíkn ótrúlega víðtækt vandamál

„Það hefur orðið algjör sprenging, sennilega um 400 prósent aukning í félagið,“ segir Ómar Raiss, formaður Tanorexíufélags Íslands, en fjöldi manns hafa sótt í félagasamtökin eftir að fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá víðtæku vandmáli brúnkufíkla og hætturnar sem steðja þeim.

Auschwitz þjófur framseldur til Póllands

Dómstóll í Svíþjóð hefur úrskurðað að framselja megi til Póllands 34 ára gamlann Svía sem er grunaður um að hafa stolið skiltinu illræmda úr Auschwitz fangabúðunum.

Til flugfélags til að fremja hryðjuverk

Tölvusérfræðingur hjá British Airways hefur verið ákærður fyrir að fyrirskipa sjálfsmorðsárásir, meðal annars árás sem hann ætlaði að gera sjálfur.

Notaði lögguna sem sýningardæmi - var svo ákærður fyrir ofbeldi

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður á ný fyrir brot gegn valdstjórninni en máli hans var vísað frá Héraðsdómi Austurlands haustið 2009 þar sem í ljós kom að lögreglan á Eskifirði reyndist óheimilt að rannsaka málið þar sem meint ofbeldið snéri að lögreglumanni embættisins.

Ekki sérlega vel heppnuð ferð

Ekki er líklegt að heimsókn Joes Biden, varaforseta Bandaríkjanna til Miðausturlanda verði til þess að Ísraelar og Palestínumenn hefji friðarviðræður á nýjan leik.

Íslendingar jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja

Þrátt fyrir áföll í efnahagslífi landsins undanfarin misseri eru Íslendingar mjög jákvæðir í garð íslenskra fyrirtækja og traust þeirra til eigin vinnuveitanda skorar einna hæst í árlegum mælingum Capacent Gallup á trausti til stofnana og embætta.

Klemmdi löppina undir vörulyftu

Karl á þrítugsaldri slasaðist á fæti þegar verið var að ferma sendibifreið í austurborginni í gærmorgun. Á bílnum er vörulyfta og klemmdist fótur mannsins undir henni. Meiðsli mannsins voru ekki talin alvarleg, að sögn lögreglu.

Piltur reyndi að svíkja út tölvu

Tæplega tvítugur piltur var handtekinn af lögreglunni í verslun á höfuðborgarsvæðinu í gær en þar hafði hann reynt að svíkja út tölvu.

Kannabisræktun stöðvuð á tveimur stöðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í Reykjavík og Kópavogi í gær. Við húsleit í bílskúr í austurborginni í hádeginu var lagt hald á tæplega 100 kannabisplöntur, 30 grömm af marijúana og lítilræði af hassi. Á sama stað tók lögreglan í sína vörslu tölvu, flatskjá og skjávarpa en grunur leikur á að um þýfi sé að ræða.

Eldsneytishækkun þrátt fyrir styrkari krónu og lækkanir á heimsmarkaði

Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um fjórar krónur í gær, þrátt fyrir fregnir af því að krónan væri heldur að styrkjast í sessi gagnvart dollar og olía væri heldur að lækka á heimsmarkaði. Bensínverðið hefur hækkað um níu krónur á fáum vikum, en skammt er frá því að verðið hækkaði um fimmkall.

Atli Gísla: AGS ræður alltof miklu

Atli Gíslason þingmaður Vinstri grænna segir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ráða allt of miklu um efnahagsmál Íslendinga. Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir sjóðinn taka í taumana þegar ríkisstjórn eins og sú sem nú situr sé ráðalaus.

Netframtöl einstaklinga frestast um dag

Til stóð að opna netframtöl einstaklinga 2010 á þjónustuvef skattsins í dag. Vegna bilunar verða framtölin hins vegar ekki opnuð fyrr en á morgun. Síðasti dagur fyrir einstaklinga til að skila framtölum er 26. mars.

Forseti Maldíveyja heimsækir Ísland

Forseti Maldíveyja Mohamed Nasheed heimsækir Ísland á föstudag og laugardag til að kynna sér nýtingu hreinnar orku og sjávarútveg ásamt því að halda opinberan fyrirlestur um loftslagsbreytingar en hækkun sjávarborðs ógnar efnahagslífi landsins og sjálfri tilveru þjóðarinnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu.

Dæmdir fyrir að ræna Búálf

Tveir ungir menn voru dæmdir fyrir fjölmörg afbrot í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annar mannanna hlaut tólf mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot sín, hinn hlaut átta mánaða fangelsi skilorðsbundið til fimm mánaða.

Neyðarkall vegna sveltandi barna

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarkall vegna hungursneyðar í Zimbabwe. Þar búa 2,8 milljónir manna við matarskort. Það er nær þriðjungur þjóðarinnar.

Fíkniefnatík þefaði uppi amfetamín

Fíkniefnatíkin Luna þefaði uppi um 200 grömm af ætluðu amfetamíni í Vestmannaeyjum í gær. Efnin fundust í bifreið manns sem var að koma með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Þegar maðurinn kom til Vestmannaeyja var hann færður á lögreglustöðina vegna gruns um fíkniefnamisferli. Fíkniefnatíkin Luna var þá kölluð til og þefaði hún uppi efnin.

Pétur Blöndal: Nóg komið af álverum

Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, telur nóg komið af álverum á Íslandi. Hann vill heldur beina orkunni í önnur verkefni. Pétur fagnar því að Landsvirkjun ætli innan skamms að upplýsa um orkuverð. Rætt var við þingmanninn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Forsetinn afhendir Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins

Forseti Íslands Hr. Ólafur Ragnar Grímsson mun í dag afhenda Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins í Þjóðmenningarhúsinu klukkan 17. Þetta er fimmta árið í röð sem þessi verðlaun eru afhent en yfir fjögur hundruð tilnefningar til Samfélagsverðlaunanna bárust í ár og hafa þær aldrei verið fleiri.

Morðingi slapp út af geðdeild

Víðtæk leit fer nú fram í Danmörku af karlmanni sem sagður er hættulegur og slapp út af geðdeild í Álaborg í gær. Þar hafa geðlæknar að undanförnu metið sakhæfi mannsins sem er 28 ára en hann er talinn hafa stungið mann á sextugsaldri til bana í lok janúar.

Stúlkan og drengurinn fundin

18 ára gömul stúlka sem fór frá Landspítalanum við Hringbraut síðastliðinn mánudag og lögreglan lýsti eftir er fundin. Það sama á við um 13 ára gamlan dreng sem lýst var eftir en ekki hafði spurst til hans frá því seint á mánudagskvöld.

Bruni: Hver veit hvað gerist í framtíðinni

Frönsku forsetahjónin hafa ekkert gert til að eyða sögusögnum um að hjónband þeirra standi á brauðfótum. Forsetafrúin segist ekki vita hvað gerist í framtíðinni.

Áformum Ísraela mótmælt

Ákvörðun ísraelskra yfirvalda að leyfa byggingu 1600 nýrra íbúða gyðinga í austurhluta Jerúsalem hefur víða verið mótmælt. Arababandalagið, Evrópusambandið, Bretar og Frakkar leggjast alfarið gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. Það sama gerir Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, sem heldur heim í dag eftir þriggja daga heimsókn í Ísrael og Palestínu.

Breskur Fritzl níddist á dætrum sínum

Bresk yfirvöld hafa beðið dætur manns sem níddist á þeim og nauðgaði ítrekað í meira en 25 ár afsökunar á því að hafa brugðist þeim. Í gær var birt skýrsla þar sem kom fram að röð mistaka fag- og eftirlitsaðila kom í veg fyrir upp komst um misnotkunina. Manninum sem er 57 ára gamall hefur verið líkt við Austurríkismanninn Joseph Fritzl sem hélt dóttur sinni fanginni í 24 ár og eignaðist með henni börn.

Hringdi eftir hjálp og bað um lögreglumenn - og hermenn

Sjö ára gamall drengur náði að fela sig inni á baðherbergi á heimili sínu í suðurhluta Kaliforníu í gær á sama tíma þrír vopnaðir ræningjar hótuðu foreldrum hans. Þaðan náði hann að hringja í neyðarlínuna og óska eftir aðstoð. Drengurinn bað ekki einungis um að lögreglumenn yrðu sendir að heimilinu heldur einnig hermenn.

Bensín hækkaði um fjórar krónur

Olíufélögin hækkuðu bensínlítrann um fjórar krónur í gær þrátt fyrir fregnir af því að krónan væri heldur að styrkjast í sessi gagnvart dollar og olía væri heldur að lækka á heimsmarkaði, en olíuviðskiptin eru gerð í Bandaríkjadollurum.

Enn skelfur undir Eyjafjallajökli

Enn urðu nokkrir jarðskjálftar undir Eyjafjallajökli í nótt en þeir mældust allir undir þremur á Richter. Upptökin voru sem fyrr á miklu dýpi þannig að ekki verður vart breytinga til hins verra á því sviði. Hrinan í nótt var mun kraftminni en hrinurnar í fyrrinótt og nóttina þar á undan.

Sjá næstu 50 fréttir