Erlent

Listasafn neðansjávar

Óli Tynes skrifar
Froskkafari skoðar eina styttuna sem búið er að koma fyrir í listasafninu.
Froskkafari skoðar eina styttuna sem búið er að koma fyrir í listasafninu.

Við eyna Mujeres undan strönd Mexíkós er nú verið að reisa skemmtigarð með styttum og öðrum listaverkum. Það sem er óvenjulegt við þennan skemmtigarð er að hann er neðansjávar.

Það er breski myndhöggvarinn Jason de Caires sem gerir flestar stytturnar. Hann segir að þegar verkinu verði lokið verði þetta stærsta neðansjávar-listasafn í heimi.

Köfun er vinsælt sport í hlýjum sjónum við Mexíkó og stýrendur ferðamála vona að garðurinn fjölgi ferðamönnum sem heimsækja Mujeres.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×