Innlent

50 danskir hermenn komnir

Loftrýmisgæsla á vegum Atlantshafsbandalagsins hefst á ný hér við land í dag og stendur til 30. mars. Flugsveit frá danska flughernum sinnir gæslunni að þessu sinni.

Um 50 liðsmenn danska flughersins eru staddir á Íslandi vegna verkefnisins, að því er segir á heimasíðu Varnarmálastofnunar. Gæslunni er sinnt með fjórum F-16 orrustuþotum í samræmi við loftrýmisgæsluáætlun NATO fyrir Ísland. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×