Erlent

Móðurskipi sjóræningja sökkt

Áhöfn danska tundurspillisins
Herskipið Absalon lagði af stað frá Danmörku á sjóræningjaslóðir í ársbyrjun.
nordicphotos/AFP
Áhöfn danska tundurspillisins Herskipið Absalon lagði af stað frá Danmörku á sjóræningjaslóðir í ársbyrjun. nordicphotos/AFP

Danski tundurspillir­inn Absalon hefur sökkt sjóræningjaskipi úti af ströndum Sómalíu. Áhöfn sjóræningjaskipsins var gefinn kostur á að fara í land áður en því var sökkt.

Sómalska skipið er móðurskip sem sjóræningjar hafa notað sem bækistöð, en þaðan hafa þeir herjað á minni bátum á skip á siglingaleiðinni fyrir utan strendur Sómalíu. Danska herskipið er á þessum slóðum á vegum Atlantshafsbandalagsins.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×