Innlent

Jóhanna óviss um tilgang þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir engin áform um annað en að fyrirhuguð þjóðaratkvæðagreiðsla í Icesave-málinu fari fram næstkomandi laugardag. Hún segist samt velta fyrir sér tilgangi þess að kjósa um málið þar sem fyrir liggi betra tilboð frá Bretum og Hollendingum.

Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn Bjarna Benediktssonar sem á Alþingi vildi fá að vita hvort forsætisráðherra væri að velta því fyrir sér að fella lögin sem kjósa á um úr gildi.

Jóhanna sagðist velta því fyrir sér um hvað eigi að kjósa á laugardaginn kemur. Hún segist einnig spyrja sig til hvers ætti að kjósa náist betri samningar í vikunni. Hins vegar væru engin áform um annað en að halda þjóðaratkvæðagreiðsluna og sagði hún að bæklingi sem ætlað er að kynna málið verði dreift á morgun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×