Nokkur sjávarþorp jöfnuðust við jörðu 2. mars 2010 00:45 Komu sér fyrir úti á götu Þessir tveir menn í borginni Talcahuano fengu sér sopa úti á götu þar sem eyðileggingin blasir við. Nordicphotos/AFP Meðan björgunarsveitir unnu baki brotnu við að leita að fólki á lífi í rústum húsa voru hersveitir sendar til þess að stöðva þjófnað úr verslunum á jarðskjálftasvæðunum í Chile. Hamfarirnar bitnuðu illa á íbúum borgarinnar Concepcion, sem er næststærsta borg landsins. Nokkur sjávarþorp urðu einnig mjög illa úti, og nánast jöfnuðust við jörðu eftir að hafa fyrst orðið fyrir jarðskjálftanum snemma á laugardagsmorgun og síðan mikilli flóðbylgju sem skjálftinn hratt af stað. Krafturinn í flóðbylgjunni var það mikill að heilu húsin lyftust af grunni og bárust lengra inn á landið, en önnur hús molnuðu hreinlega í sundur. Francisco Vidal, varnarmálaráðherra landsins, viðurkenndi að það hefðu verið mistök að gefa ekki þegar í stað út flóðaviðvörun eftir skjálftann, því aðeins hálftími leið frá skjálftanum þangað til flóðbylgjan skall af fullum krafti á strandbyggðunum. Alls er talið að ein og hálf milljón heimila hafi skemmst illa eða gjöreyðilagst. Í gær var staðfest að rúmlega sjö hundruð lík væru fundin, en talið var fullvíst að sú tala myndi hækka verulega. Skjálftinn mældist 8,8 stig og telst með þeim allra stærstu sem orðið hafa það sem af er þessari öld. Tíðir eftirskjálftar töfðu björgunarstörf og urðu til þess að fjöldi fólks hafðist frekar við úti á götum en inni í húsum, sem þó höfðu sloppið óskemmd. „Ef maður er inni í húsinu sínu þá hreyfast húsgögnin úr stað,“ sagði Monica Aviles, kona sem hafði vafið sig þykku sjali til að verjast kuldanum þar sem hún sat við eld sem kveiktur hafði verið úti á götu skammt frá heimili hennar. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira
Meðan björgunarsveitir unnu baki brotnu við að leita að fólki á lífi í rústum húsa voru hersveitir sendar til þess að stöðva þjófnað úr verslunum á jarðskjálftasvæðunum í Chile. Hamfarirnar bitnuðu illa á íbúum borgarinnar Concepcion, sem er næststærsta borg landsins. Nokkur sjávarþorp urðu einnig mjög illa úti, og nánast jöfnuðust við jörðu eftir að hafa fyrst orðið fyrir jarðskjálftanum snemma á laugardagsmorgun og síðan mikilli flóðbylgju sem skjálftinn hratt af stað. Krafturinn í flóðbylgjunni var það mikill að heilu húsin lyftust af grunni og bárust lengra inn á landið, en önnur hús molnuðu hreinlega í sundur. Francisco Vidal, varnarmálaráðherra landsins, viðurkenndi að það hefðu verið mistök að gefa ekki þegar í stað út flóðaviðvörun eftir skjálftann, því aðeins hálftími leið frá skjálftanum þangað til flóðbylgjan skall af fullum krafti á strandbyggðunum. Alls er talið að ein og hálf milljón heimila hafi skemmst illa eða gjöreyðilagst. Í gær var staðfest að rúmlega sjö hundruð lík væru fundin, en talið var fullvíst að sú tala myndi hækka verulega. Skjálftinn mældist 8,8 stig og telst með þeim allra stærstu sem orðið hafa það sem af er þessari öld. Tíðir eftirskjálftar töfðu björgunarstörf og urðu til þess að fjöldi fólks hafðist frekar við úti á götum en inni í húsum, sem þó höfðu sloppið óskemmd. „Ef maður er inni í húsinu sínu þá hreyfast húsgögnin úr stað,“ sagði Monica Aviles, kona sem hafði vafið sig þykku sjali til að verjast kuldanum þar sem hún sat við eld sem kveiktur hafði verið úti á götu skammt frá heimili hennar. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Sjá meira