Erlent

Hamas foringi var svæfður og kæfður

Óli Tynes skrifar
Talið er að 26 fölsuð vegabréf hafi verið notuð við morðið í Dubai.
Talið er að 26 fölsuð vegabréf hafi verið notuð við morðið í Dubai.

Hamas foringinn sem var myrtur í Dubai á dögunum var fyrst svæfður og síðan kæfður, að sögn lögreglunnar þar í landi.

Lögreglan telur að hann hafi verið svæfður til þess að reyna að láta morðið líta út sem eðlilegan dauðdaga. Engin merki voru um að hann hefði reynt að verjast.

Lögreglan í Dubai hefur nú lýst eftir 26 manns sem talið er að hafi verið viðriðin morðið. Morðingjarnir eru taldir hafa notað fölsuð vegabréf frá ýmsum löndum, flest frá Bretlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×