„Mottu-mars" - keppt í skeggrækt 1. mars 2010 14:19 „Mottu-mars" er yfirskrift mánaðarlangs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein sem hófst formlega í dag þegar úrvalslið allra helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skoruðu á hvert annað í mottukeppni - söfnun yfirvaraskeggs. Sala á barmmerkjum fer einnig fram laugardaginn 6. mars 2010 og verður öllum ágóða af söfnunarstarfi átaksins varið til rannsókna, fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að þetta sé í þriðja sinn sem staðið er fyrir sérstöku átaki um karlmenn og krabbamein og verður það jafnframt eitt umfangsmesta árvekniátak félagsins til þessa. Eru karlmenn á Íslandi hvattir til þess að safna yfirvararskeggi í marsmánuði til að sýna samstöðu og safna jafnframt áheitum til styrktar baráttunni gegn krabbameini með því að skrá sig til þáttöku í yfirvararskeggkeppninni á vefsíðunni www.karlmennogkrabbamein.is. Jafnframt fer fram landssöfnun um næstu helgi, nánar til tekið laugardaginn 6. mars 2010, þar sem verða til sölu sérstök barmmerki - mottupinnar - og í lok mánaðarins verður sigurvegari mottukeppninnar valinn við hátiðlega athöfn.Áskorun - flottasta motta marsmánaðar! Á heimasíðunni gefst öllum sem sprettur grön kostur á að skrá sig og vera með í keppninni um flottasta yfirvararskegg marsmánaðar - og safna í leiðinni áheitum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Hægt er að skrá bæði einstaklinga og lið og eins og fyrr segir hafa úrvalslið allra helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skorað á hvert annað í keppni um söfnun áheita og yfirvararskeggs. Þetta eru lið frá Knattspyrnusambandi Íslands, Handknattleikssambandi Íslands, Körfuknattleikssambandi Íslands og Blaksambandi Íslands og fengu fyrirliðar liðanna af því tilefni tilsöng í dag í skeggræktun og snyrtingu hjá Torfa Geirmundssyni hársnyrti, að því er segir í tilkynningunni. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
„Mottu-mars" er yfirskrift mánaðarlangs átaks Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og krabbamein sem hófst formlega í dag þegar úrvalslið allra helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skoruðu á hvert annað í mottukeppni - söfnun yfirvaraskeggs. Sala á barmmerkjum fer einnig fram laugardaginn 6. mars 2010 og verður öllum ágóða af söfnunarstarfi átaksins varið til rannsókna, fræðslu, ráðgjafar og stuðnings við krabbameinssjúklinga og aðstandendur þeirra. Í tilkynningu frá Krabbameinsfélaginu segir að þetta sé í þriðja sinn sem staðið er fyrir sérstöku átaki um karlmenn og krabbamein og verður það jafnframt eitt umfangsmesta árvekniátak félagsins til þessa. Eru karlmenn á Íslandi hvattir til þess að safna yfirvararskeggi í marsmánuði til að sýna samstöðu og safna jafnframt áheitum til styrktar baráttunni gegn krabbameini með því að skrá sig til þáttöku í yfirvararskeggkeppninni á vefsíðunni www.karlmennogkrabbamein.is. Jafnframt fer fram landssöfnun um næstu helgi, nánar til tekið laugardaginn 6. mars 2010, þar sem verða til sölu sérstök barmmerki - mottupinnar - og í lok mánaðarins verður sigurvegari mottukeppninnar valinn við hátiðlega athöfn.Áskorun - flottasta motta marsmánaðar! Á heimasíðunni gefst öllum sem sprettur grön kostur á að skrá sig og vera með í keppninni um flottasta yfirvararskegg marsmánaðar - og safna í leiðinni áheitum til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Hægt er að skrá bæði einstaklinga og lið og eins og fyrr segir hafa úrvalslið allra helstu sérsambanda landsins í boltaíþróttum skorað á hvert annað í keppni um söfnun áheita og yfirvararskeggs. Þetta eru lið frá Knattspyrnusambandi Íslands, Handknattleikssambandi Íslands, Körfuknattleikssambandi Íslands og Blaksambandi Íslands og fengu fyrirliðar liðanna af því tilefni tilsöng í dag í skeggræktun og snyrtingu hjá Torfa Geirmundssyni hársnyrti, að því er segir í tilkynningunni.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira