Innlent

Loksins opið í Bláfjöllum

Bláfjöll opna klukkan þrjú í dag og er það í fyrsta sinn á þessum vetri sem nægur snjór er í fjallinu. Svæðið verður opið til klukkan níu í kvöld og er nokkur vindur á svæðinu að því er fram kemur á heimasíðu skíðasvæðanna. Fólk er beðið um að skíða aðeins innan merkta brauta því það er mjög stutt í grjót sé farið utan þeirra.

Þær leiðir sem verða opnar er Norðurleiðin (gamla öxlin), byrjendalyfta við Bláfjallaskála og diskalyftur á Suðursvæði.

Göngubraut verður lögð kl 16 um Leirurnar.

Fólk er beðið um að hringja í símsvarann 530-3000 áður en lagt er af stað úr bænum þar sem aðstæður geta skyndilega breyst.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×