Erlent

Neyðarástand í Frakklandi vegna óveðurs

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það hefur flætt um Frakkland um helgina. Mynd/ AFP.
Það hefur flætt um Frakkland um helgina. Mynd/ AFP.
Frakkar hafa lýst yfir neyðarástandi í landinu vegna stórveðurs sem skall á Frakkland, Portúgal og Spán um helgina.

Allt að 50 manns hafa farist í og gífurleg eyðilegging blasir við. Nicholas Sarkozy, forseti Frakklands, ætlar að heimsækja svæðin í dag sem urðu verst úti í óveðrinu. Í Frakklandi fórust 45 manns.

Francois Fillon, forsætisráðherra landsins, segir að það sé núna forgangsatriði hjá stjórnvöldum að tryggja öryggi allra þeirra sem hafi misst heimili sín í óveðrinu og þeirra sem séu í hættu vegna flóða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×