Fleiri fréttir

Hrunsrannsóknin nái til einkavæðingar bankanna

Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið.

Viðbragða við svarbréfi beðið

Ekki fengust formleg viðbrögð við svarbréfi íslenskra ráðamanna við tilboði Breta og Hollendinga um lausn Icesave-málsins í gær. Óvíst er að þau fáist í dag en í stjórnkerfinu er vonast til að þau fáist fyrir vikulok.

Framlengt á fimm Litháa

Héraðsdómur Reykjaness framlengdi í gær gæsluvarðhald yfir fimm litháískum karlmönnum til 8. mars. Tveir þeirra kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar.

Schengen-aðild betri en að standa utan samstarfsins

Ísland hefur frá 1996 greitt tæpan milljarð króna fyrir þátttöku í Schengen-samstarfinu. Um er að ræða greiðslur til stofnana Evrópusambandsins auk kostnaðar sem sérstaklega er stofnað til hér á landi.

Reikna með verkföllum í mars

Félagsmenn í Félagi íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF) samþykktu á aðalfundi félagsins á mánudagskvöld að fela stjórn og trúnaðarráði félagsins að hefja undirbúning atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Í gærkvöldi útfærði svo trúnaðarráð félagsins atkvæðagreiðsluna nánar, það er hvers konar verkfallsaðgerðir félagsmenn fá um að velja.

Margt rangt í skýrslu Bandaríkjamannsins

Margt í minnisblaði staðgengils sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi af fundi hans með íslenskum embættismönnum er rangt. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í umræðum um málið á Alþingi í gær.

Ósáttur við afvopnun Evrópu

Andúð Evrópubúa á hernaði kemur í veg fyrir að Atlantshafsbandalagið geti sinnt stríðsrekstri sínum svo vel sé. Þetta segir Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Washington með yfirmönnum úr herjum Evrópuríkja.

Forsetinn hitti nýja sendiherra

Forseti Íslands fundaði í gær með tveimur nýjum sendiherrum. Annars vegar frú Manizha Bakhtari, sendiherra Afganistans, og hins vegar herra Ladislav Pivcevic, sendiherra Króatíu. Bæði afhentu trúnaðarbréf sín í gær.

Vinningshafarnir fjórir hafa gefið sig fram

Vinningshafar síðasta útdráttar í Lottóinu hafa allir skilað sér til að vitja vinninga sinna. Fjórir voru með allar tölur réttar og fékk hver 10,8 milljónir króna í sinn hlut.

Þingkosningar haldnar í júní

Þingkosningar verða haldnar í Hollandi 9. júní, samkvæmt yfirlýsingu frá ríkisstjórninni sem missti meirihluta sinn um helgina.

Livni gleðst yfir dauða Hamas-foringjans

Tzipi Livni, fyrrverandi utanríkisráðherra Ísraels og leiðtogi stjórnarandstöðuflokksins Kadima, hefur lýst yfir ánægju sinni með morðið á háttsettum Hamas foringja í Dubai í síðasta mánuði.

Bíða eftir viðbrögðum - ræddi við Wouter Bos

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að enn sé beðið eftir viðbrögðum frá Hollendingum og Bretum við ósk íslenskra stjórnvalda um frekari viðræður í Icesave deilunni. Steingrímur ræddi við Wouter Bos áður en hann lét af embætti fjármálaráðherra Hollands í dag. Hann hefur ekki rætt við eftirmann Bos.

Mátti ekki upplýsa um dætur Gunnars

Ómari Stefánssyni, oddvita framsóknarmanna í Kópavogi, var óheimilt að greina frá því að dætur Gunnars Birgissonar og tengdasynir hans hefðu gengið í Framsóknarflokkinn líkt og hann gerði á bloggsíðu sinni í dag. Uppljóstrun Ómars stangast á við reglur Framsóknarflokksins og þá er talið að hann hafi brotið lög um persónuvernd. Framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins hafði samband við Ómar í dag vegna málsins.

Mannskætt námuslys Í Tyrklandi

Að minnsta kosti 17 verkmenn létu lífið þegar sprengja sprakk í námu í vesturhluta Tyrklands í dag. Björgunarmönnum tókst að bjarga 29 verkamönnum úr námunni og voru sumir þeirra fluttir á sjúkrahús með alvarleg brunasár.

Stálu frystikistum, pönnum og flatskjá

Frystikistur, flatskjár og pottar voru meðal þess sem stolið var úr vinnubúðum verktaka við Herdísarvík í gærkvöldi eða nótt. Verktakinn vinnur við lagningu Suðurstrandavegar.

Þorvaldur Lúðvík beðinn afsökunar

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi starfsmaður Kaupþings, fékk engar skuldir afskrifaðar hjá Kaupþingi líkt og sagt var í frétt Stöðvar 2 í kvöld. Þorvaldur hætti hjá bankanum árið 2006, seldi öll bréf sín í bankanum og gerði upp lán. Fréttastofa harmar þessi mistök og biður Þorvald afsökunar.

Einhleypum konum verði heimilt að nota gjafaegg

Frumvarp um breytingu á lögum um tæknifrjóvgun þess efnis að einhleypum konum með skerta frjósemi verði heimilt að nota gjafaeggfrumu við glasafrjóvgun er nú í undirbúningi og gert er ráð fyrir að það verði lagt fram á vorþingi.

Jóhannes í Bónus skynjar ekki óánægju

„Skoðanakönnun sú, sem lesa má í netmiðlum í dag, þar sem lýst er að 80,1% aðspurðra séu frekar eða mjög andvíg því að ég, Jóhannes Jónsson, starfandi stjórnarformaður Haga, fái að kaupa allt að 10% hlut í Högum af Arion banka, er vægast sagt annað viðmót en ég finn fyrir í verslunum Haga,“ segir Jóhannes í fréttatilkynningu.

Kærði Steingrím fyrir meinsæri

Einn af stjórnendum Milestone kærði Steingrím Wernersson, sem átti 40% hlut í fyrirtækinu, til lögreglu í nóvember síðastliðnum fyrir rangar sakargiftir og meinsæri í yfirheyrslum hjá sérstökum saksóknara síðasta sumar. Þetta kom fram í Kastljósi í kvöld en ekki var greint frá nafni viðkomandi.

Samninganefndin í viðbragðsstöðu

Íslenska Icesave samninganefndin undir forystu Lee Bucheit fór til Bretlands í morgun og bíður þar í viðbragðsstöðu, óski Bretar og Hollendingar eftir frekari viðræðum. Engir fundir hafa verið ákveðnir, segir Elías Jón Guðjónsson, talsmaður fjármálaráðherra.

Ítrekar fyrri yfirlýsingu - lak ekki upplýsingum um Gunnar

Gunnsteinn Sigurðrsson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist ekki hafa lekið upplýsingum um Gunnar Birgissonar, fyrrverandi bæjarstjóra, til fjölmiðla til koma höggi á sig. Í samtali við fréttastofu í gær vísaði Gunnsteinn því á bug og í tilkynningu sem hann hefur sent frá sér ítrekar hann þá yfirlýsingu.

Grunnskólastarfsmaður grunaður um vörslu barnakláms

Starfsmaður við Oddeyrarskóla á Akureyri var yfirheyrður í gær vegna gruns um vörslu barnakláms. Lögregla hefur meðal annars lagt hald á vinnutölvu mannsins sem ekki er kennari. Maðurinn er ekki grunaður um að hafa misnotað börn í skólanum en rannsóknin er á frumstigi, að sögn varðstjóra lögreglunnar á Akureyri. Ekki fengust frekari upplýsingar um málið.

Nýtt Ísland: Bloggari á stefnuskrá var grín

„Þetta var sett inn í gríni og það gleymdist að taka þetta aftur út. Þetta var bara grín,“ segir Sveinbjörn Ragnar Árnason, framkvæmdarstjóri samtakanna Nýs Íslands þegar hann er spurður að því hvernig bloggarinn Teitur Atlason rataði inn í stefnumál samtakanna undir liðnum efnahagur.

Valdaráni afstýrt í Tyrklandi?

Yfir fimmtíu háttsettir tyrkneskir herforingjar voru leiddir fyrir dómara í dag, sakaðir um að hafa ætlað að fremja valdarán.

Tígrisdýri bjargað frá nauti

Tilraun til þess að endurvekja veiðieðlið hjá fimmtán ára hvítu tígrisdýri í dýragarði í Changzhou í Kína mistókst hrapalega.

Útivistarfólk fórnalömb þjófa

Brotist var inn í nokkra bíla á ýmsum stöðum á höfuborgarsvæðinu um helgina, meðal annars á bílastæðum við útivistarsvæði, en átta slíkar tilkynningar bárust lögreglunni.

Kastaði glasi í ranga konu

Níu líkamsárásir voru tilkynntar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Sex þeirra áttu sér stað í miðborginni aðfaranætur laugardags og sunnudags en þær voru allar minniháttar.

Dætur Gunnars og tengdasynir gengin í Framsóknarflokkinn

„Það var greinilega mikið um nýskráningar hjá okkur. Það vakti töluverða athygli í hópnum að ein dóttir Gunnars Inga Birgissonar var gengin í Framsóknarflokkinn. Þegar betur er að gáð kemur í ljós að það er ekki bara önnur dóttirin sem er komin heldur báðar og tengdasynirnir líka,“ segir bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, og formaður bæjarráðs, Ómar Stefánsson á bloggi sínu.

Vill glæparannsókn á loftslagsvísindamönnum

Bandaríski þingmaðurinn James Inhofe hefur hvatt ríkisstjórn Baracks Obama til þess að láta fara fram opinbera glæparannsókn á framferði loftslagsfræðinga undanfarin ár.

Össur Skarphéðinsson: Fundinum ekki rétt lýst

„Menn eiga að vara sig á því að taka mark á fundargerðum af þessu tagi sem eru gerðar einhliða og oft skrifaðar eftir minni. Það er margt sem er ekki rétt í þessu minnisblaði," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann var spurður út í minnisblað sem lak út frá fundi embættismanna utanríkisráðuneytisins og staðgengils sendiherra Bandaríkjanna í síðustu viku.

Óvæntur gestur á fimmtu holu

Það er alltaf ergilegt fyrir kylfinga að slá kúluna út í tjarnir. Í Townsville í Ástralíu er það líka varasamt þessa dagana. Því veldur ferskvatnskrókódíllinn Steve sem heldur til í tjörninni.

Ekkert eftirlit með rafsegulsviði

Ekkert eftirlit er haft með rafsegulsviði á vinnustöðum eins og með hljóð-og loftmengun og eru engar reglugerðir til um það hér á landi. Forstjóri Vinnueftirlitsins segir mikilvægt að settar verðir slíkar reglur og er til í samstarf með Geislavörnum ríkisins.

Virkisveggir Salómons fundnir?

Ísraelskur fornleifafræðingur segir að fornir virkisveggir sem hafa verið grafnir upp í Jerúsalem séu þrjúþúsund ára gamlir.

Flúoró-amfetamín fellur undir lög um ávana- og fíkniefni

Heilbrigðisráðuneytið sér ástæðu til að árétta sérstaklega í tilkynningu til fjölmiðla í dag, í kjölfar dóms Hæstaréttar vegna gæsluvarðhalds yfir manni sem hafði í fórum sínum meint fíkniefni, að efnið flúoróamfetamín sé afleiða afmetamíns sem falli undir lög um ávana og fíkniefni.

Samningum ekki lokið fyrr en við undirskrift

Utanríkisráðherra segir samningum ekki lokið fyrr en búið sé undirrita þá, en Í Hollandi er fullyrt að tilboð Hollendinga og Breta í Icesave deilunni frá því fyrir helgi sé endanlegt að þeirra hálfu. Hann sér ekki tilgang með þjóðaratkvæðagreiðslu þegar tilboð um betri niðurstöðu liggur fyrir.

Sjá næstu 50 fréttir