Nýtt Ísland: Bloggari á stefnuskrá var grín 23. febrúar 2010 16:44 Mótmæli við Íslandsbanka. Mynd úr safni. „Þetta var sett inn í gríni og það gleymdist að taka þetta aftur út. Þetta var bara grín," segir Sveinbjörn Ragnar Árnason, framkvæmdarstjóri samtakanna Nýs Íslands þegar hann er spurður að því hvernig bloggarinn Teitur Atlason rataði inn í stefnumál samtakanna undir liðnum efnahagur. En þar mátti finna stefnumálið: „Jákvætt verði tekið í að veita Teiti Atlasyni frekari námsstyrk við nám í Gautaborg." Samtökin hafa núna fjarlægt þetta grín af heimasíðu sinni að sögn Sveinbjörns. Teitur hefur gagnrýnt samtökin harðlega á bloggi sínu og má gera ráð fyrir því að þess vegna hafi nafn hans ratað inn í stefnumál samtakanna. Teitur er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt samtökin heldur hefur stjórn VR gert slíkt hið sama. Þeir sökuðu félagið í ályktun meirihluta stjórnarinnar í lok janúar um að vera fasísk öfl og líktu þeim við brúnstakka. Sveinbjörn segist ekki svara ásökunum sem þessum, fólk verði einfaldlega að skoða stefnumál þeirra sjálft og taka upplýsta ákvörðun um samtökin. Meðal þess sem samtökin berjast fyrir er aukin löggæsla, nokkurskonar leyniþjónustu og að öll sendiráð Íslands á erlendri grundu verði lögð niður. Þá vilja samtökin einnig skikka atvinnulausa til þess að vinna hjá ríkinu ef viðkomandi hefur verið á atvinnuleysisskrá í þrjá mánuði. Á sama tíma vilja samtökin segja öllum forstjórum og millistjórnendum hjá ríkinu upp og þeir verði ráðnir til baka eftir þörfum. Það þekkja það allir sem hafa verið atvinnulausir að það er erfitt," segir Sveinbjörn en aðspurður hvort það sé hægt að skikka fólk, sem til að mynda er of menntað fyrir þau störf sem bjóðast eða hafa almennt engan áhuga á þeim, til þess að sinna störfunum, svarar Sveinbjörn: „Það er hægt að gera margt. Til dæmis er hægt að fá 200 atvinnulausa einstaklinga til þess að fara yfir ESB samninginn í stað þeirra sem gera það núna." Spurður hvort það sé ekki Íslandi í hag að fá færustu sérfræðinga landsins til þess að skoða það mál svarar Sveinbjörn: „Ef menn skoða hvernig er komið fyrir landinu þá er ég ekki viss um það hvort færasta fólkið hafi verið við stjórn." Sveinbjörn segir Íslendinga agalausa og því þurfi að ráða bót á. Hann segist til að mynda hafa rætt við lögreglumann sem fullyrti við hann að virðing fyrir lögreglunni væri lítil sem enginn. Enda er eitt af stefnumálum samtakanna að almenn ókurteisi og dólgslæti við lögreglunna eigi ekki að líða. Að lokum spyr blaðamaður Sveinbjörn hvort Teitur sé óvelkominn í samtökin. „Við bjóðum Teit velkominn í hópinn en hann verður að haga sér vel," segir Sveinbjörn og bætir við að það þurfi ekki að lesa bloggið hans lengi til þess að fá þá tilfinningu að Teitur sé mjög reiður maður.Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér stefnumál Nýs Íslands þá má nálgast þau hér. Tengdar fréttir „Þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland“ „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá þetta voru þau að samtökin þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland,“ segir Teitur Atlason, nemi í Alþjóðaviðskiptum í Gautaborg en nafn hans og staða hefur á sérkennilegan hátt slæðst inn í stefnumál samtakanna Nýtt Ísland. 23. febrúar 2010 11:41 Nýtt Ísland tilbúið að veita bloggara frekari námsstyrki Samtökin Nýtt Ísland, sem hafa staðið fyrir bílamótmælum fyrir utan lánastofnanir undanfarna mánuði til þess að mótmæla breyttum myntkörfulánum, hafa athyglisverð mál á sinni stefnuskrá. Þá vekur mesta athygli stefnumálið þeirra er varðar bloggarann Teit Atlason sem skrifar á heimasíðu DV. 23. febrúar 2010 09:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Þetta var sett inn í gríni og það gleymdist að taka þetta aftur út. Þetta var bara grín," segir Sveinbjörn Ragnar Árnason, framkvæmdarstjóri samtakanna Nýs Íslands þegar hann er spurður að því hvernig bloggarinn Teitur Atlason rataði inn í stefnumál samtakanna undir liðnum efnahagur. En þar mátti finna stefnumálið: „Jákvætt verði tekið í að veita Teiti Atlasyni frekari námsstyrk við nám í Gautaborg." Samtökin hafa núna fjarlægt þetta grín af heimasíðu sinni að sögn Sveinbjörns. Teitur hefur gagnrýnt samtökin harðlega á bloggi sínu og má gera ráð fyrir því að þess vegna hafi nafn hans ratað inn í stefnumál samtakanna. Teitur er ekki sá eini sem hefur gagnrýnt samtökin heldur hefur stjórn VR gert slíkt hið sama. Þeir sökuðu félagið í ályktun meirihluta stjórnarinnar í lok janúar um að vera fasísk öfl og líktu þeim við brúnstakka. Sveinbjörn segist ekki svara ásökunum sem þessum, fólk verði einfaldlega að skoða stefnumál þeirra sjálft og taka upplýsta ákvörðun um samtökin. Meðal þess sem samtökin berjast fyrir er aukin löggæsla, nokkurskonar leyniþjónustu og að öll sendiráð Íslands á erlendri grundu verði lögð niður. Þá vilja samtökin einnig skikka atvinnulausa til þess að vinna hjá ríkinu ef viðkomandi hefur verið á atvinnuleysisskrá í þrjá mánuði. Á sama tíma vilja samtökin segja öllum forstjórum og millistjórnendum hjá ríkinu upp og þeir verði ráðnir til baka eftir þörfum. Það þekkja það allir sem hafa verið atvinnulausir að það er erfitt," segir Sveinbjörn en aðspurður hvort það sé hægt að skikka fólk, sem til að mynda er of menntað fyrir þau störf sem bjóðast eða hafa almennt engan áhuga á þeim, til þess að sinna störfunum, svarar Sveinbjörn: „Það er hægt að gera margt. Til dæmis er hægt að fá 200 atvinnulausa einstaklinga til þess að fara yfir ESB samninginn í stað þeirra sem gera það núna." Spurður hvort það sé ekki Íslandi í hag að fá færustu sérfræðinga landsins til þess að skoða það mál svarar Sveinbjörn: „Ef menn skoða hvernig er komið fyrir landinu þá er ég ekki viss um það hvort færasta fólkið hafi verið við stjórn." Sveinbjörn segir Íslendinga agalausa og því þurfi að ráða bót á. Hann segist til að mynda hafa rætt við lögreglumann sem fullyrti við hann að virðing fyrir lögreglunni væri lítil sem enginn. Enda er eitt af stefnumálum samtakanna að almenn ókurteisi og dólgslæti við lögreglunna eigi ekki að líða. Að lokum spyr blaðamaður Sveinbjörn hvort Teitur sé óvelkominn í samtökin. „Við bjóðum Teit velkominn í hópinn en hann verður að haga sér vel," segir Sveinbjörn og bætir við að það þurfi ekki að lesa bloggið hans lengi til þess að fá þá tilfinningu að Teitur sé mjög reiður maður.Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér stefnumál Nýs Íslands þá má nálgast þau hér.
Tengdar fréttir „Þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland“ „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá þetta voru þau að samtökin þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland,“ segir Teitur Atlason, nemi í Alþjóðaviðskiptum í Gautaborg en nafn hans og staða hefur á sérkennilegan hátt slæðst inn í stefnumál samtakanna Nýtt Ísland. 23. febrúar 2010 11:41 Nýtt Ísland tilbúið að veita bloggara frekari námsstyrki Samtökin Nýtt Ísland, sem hafa staðið fyrir bílamótmælum fyrir utan lánastofnanir undanfarna mánuði til þess að mótmæla breyttum myntkörfulánum, hafa athyglisverð mál á sinni stefnuskrá. Þá vekur mesta athygli stefnumálið þeirra er varðar bloggarann Teit Atlason sem skrifar á heimasíðu DV. 23. febrúar 2010 09:59 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland“ „Mín fyrstu viðbrögð þegar ég sá þetta voru þau að samtökin þyrftu að breyta nafninu í fávitafélagið Nýtt Ísland,“ segir Teitur Atlason, nemi í Alþjóðaviðskiptum í Gautaborg en nafn hans og staða hefur á sérkennilegan hátt slæðst inn í stefnumál samtakanna Nýtt Ísland. 23. febrúar 2010 11:41
Nýtt Ísland tilbúið að veita bloggara frekari námsstyrki Samtökin Nýtt Ísland, sem hafa staðið fyrir bílamótmælum fyrir utan lánastofnanir undanfarna mánuði til þess að mótmæla breyttum myntkörfulánum, hafa athyglisverð mál á sinni stefnuskrá. Þá vekur mesta athygli stefnumálið þeirra er varðar bloggarann Teit Atlason sem skrifar á heimasíðu DV. 23. febrúar 2010 09:59