Schengen-aðild betri en að standa utan samstarfsins 24. febrúar 2010 04:15 Landamæraeftirlit í Leifsstöð. Nokkrum sinnum hefur verið gripið til sérstaks landamæraeftirlits á Keflavíkurflugvelli. Á það einkum við þegar von hefur verið á erlendum glæpagengjum sem hafa átt vingott við Íslendinga. fréttablaðið/stefán Ísland hefur frá 1996 greitt tæpan milljarð króna fyrir þátttöku í Schengen-samstarfinu. Um er að ræða greiðslur til stofnana Evrópusambandsins auk kostnaðar sem sérstaklega er stofnað til hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um Schengen-samstarfið. Sigurður spurði meðal annars um mat ráðherra á ávinningi samstarfsins. Leggur Ragna áherslu á að frjáls för fólks grundvallist á EES-samningnum en ekki Schengen-samstarfinu. Bendir hún líka á að þrátt fyrir að persónueftirlit hafi verið afnumið á innri landamærum Schengen-svæðisins komi það ekki í veg fyrir að lögregla geti framkvæmt slíkt eftirlit. Í svarinu er bent á mikilvægi aðildar að Schengen-upplýsingakerfinu sem talið sé eitt mikilvægasta tæki til lögreglusamvinnu innan Evrópu. Fram kemur að afnám landamæraeftirlits á innri landamærum geti gert afbrotamönnum hægara um vik við undankomu til annarra ríkja. Endurkomubann og farbann séu haldlítil þegar í hlut eigi brotamenn sem staddir eru innan svæðisins og eru staðráðnir í að koma aftur til landsins. Segir dómsmála- og mannréttindaráðherra að landamæraeftirlit myndi vissulega auka möguleika íslenskra yfirvalda til að framfylgja endurkomubanni. Á hinn bóginn myndi slíkt landamæraeftirlit engu breyta um að íslensk yfirvöld stæðu berskjölduð gagnvart margfalt stærri hópi erlendra glæpamanna sem hér gæti hlaupið í skjól frá handtökuskipunum sem skráðar séu í upplýsingakerfi Schengen. Líkt og áður sagði hefur Ísland varið tæpum milljarði króna til Schengen-samstarfsins. Gerir ráðherra ráð fyrir að eftirleiðis verði kostnaðurinn um 150 milljónir króna á ári, að meðaltali. Er talið að svipaður kostnaður yrði við upptöku landamæraeftirlits með öllum farþegum á leið til Íslands frá Evrópu.bjorn@frettabladid.is Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Ísland hefur frá 1996 greitt tæpan milljarð króna fyrir þátttöku í Schengen-samstarfinu. Um er að ræða greiðslur til stofnana Evrópusambandsins auk kostnaðar sem sérstaklega er stofnað til hér á landi. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, við fyrirspurn Sigurðar Inga Jóhannssonar, þingmanns Framsóknarflokksins, um Schengen-samstarfið. Sigurður spurði meðal annars um mat ráðherra á ávinningi samstarfsins. Leggur Ragna áherslu á að frjáls för fólks grundvallist á EES-samningnum en ekki Schengen-samstarfinu. Bendir hún líka á að þrátt fyrir að persónueftirlit hafi verið afnumið á innri landamærum Schengen-svæðisins komi það ekki í veg fyrir að lögregla geti framkvæmt slíkt eftirlit. Í svarinu er bent á mikilvægi aðildar að Schengen-upplýsingakerfinu sem talið sé eitt mikilvægasta tæki til lögreglusamvinnu innan Evrópu. Fram kemur að afnám landamæraeftirlits á innri landamærum geti gert afbrotamönnum hægara um vik við undankomu til annarra ríkja. Endurkomubann og farbann séu haldlítil þegar í hlut eigi brotamenn sem staddir eru innan svæðisins og eru staðráðnir í að koma aftur til landsins. Segir dómsmála- og mannréttindaráðherra að landamæraeftirlit myndi vissulega auka möguleika íslenskra yfirvalda til að framfylgja endurkomubanni. Á hinn bóginn myndi slíkt landamæraeftirlit engu breyta um að íslensk yfirvöld stæðu berskjölduð gagnvart margfalt stærri hópi erlendra glæpamanna sem hér gæti hlaupið í skjól frá handtökuskipunum sem skráðar séu í upplýsingakerfi Schengen. Líkt og áður sagði hefur Ísland varið tæpum milljarði króna til Schengen-samstarfsins. Gerir ráðherra ráð fyrir að eftirleiðis verði kostnaðurinn um 150 milljónir króna á ári, að meðaltali. Er talið að svipaður kostnaður yrði við upptöku landamæraeftirlits með öllum farþegum á leið til Íslands frá Evrópu.bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira