Össur Skarphéðinsson: Fundinum ekki rétt lýst 23. febrúar 2010 14:15 Össur Skarphéðinsson. „Menn eiga að vara sig á því að taka mark á fundargerðum af þessu tagi sem eru gerðar einhliða og oft skrifaðar eftir minni. Það er margt sem er ekki rétt í þessu minnisblaði," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann var spurður út í minnisblað sem lak út frá fundi embættismanna utanríkisráðuneytisins og staðgengils sendiherra Bandaríkjanna í síðustu viku. Það var formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem óskaði eftir að taka málið fyrir utan dagskrá á Alþingi en þar gagnrýndi hann Össur harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna auk þess sem hann sakaði íslensk stjórnvöld um að reyna að velta Icesave-skuldunum yfir á Noreg með það að markmiði að endurgreiða þeim síðar. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Guðlaugsson orðaði þá atburðarrás reyndar á ameríska vegu og sagði í ræðustól: „Eða eins og Bandaríkjamenn segja, You couldn´t make this stuff up." Össur vísaði því alfarið á bug að Íslendingar hefði reynt að velta Icesave-skuldunum yfir á Noreg en sagðist kannast við orðróm þess eðlis hafi verið á sveimi í norskum fjölmiðlum. Sá orðrómur hafi komið sér á óvart. En sjálfur hefði hann ekki heyrt af þessu. „Í mörgum atriðum er frásögn bandaríska staðgengilsins ónákvæm miðað við það sem mínir menn hafa sagt mér," sagði Össur. Hann segir að íslenskir fulltrúar hafi ekki talað um greiðslufall og þjóðargjaldþrot við staðgengil sendiherrans, heldur hafi eingöngu verið vitnað í bréf ríkisstjórnar sem var sent forseta Íslands degi áður en hann synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Össur segir að þar hafi komið fram í sjötta tölulið að ef hann synjaði lögunum ykjust líkur á greiðslufalli ríkisins. „Það er fráleitt að hann hafi lýst yfir greiðslufalli íslenska ríkisins," sagði Össur svo. Tengdar fréttir Kröfðust þess að BNA tæki afstöðu í Icesave málinu Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Einar Gunnarsson, og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Kristján Guy Burgess, kröfðust þess við starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að þeir tækju afstöðu í Icesave málinu. 18. febrúar 2010 19:08 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
„Menn eiga að vara sig á því að taka mark á fundargerðum af þessu tagi sem eru gerðar einhliða og oft skrifaðar eftir minni. Það er margt sem er ekki rétt í þessu minnisblaði," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, þegar hann var spurður út í minnisblað sem lak út frá fundi embættismanna utanríkisráðuneytisins og staðgengils sendiherra Bandaríkjanna í síðustu viku. Það var formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, sem óskaði eftir að taka málið fyrir utan dagskrá á Alþingi en þar gagnrýndi hann Össur harðlega fyrir að reyna að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna auk þess sem hann sakaði íslensk stjórnvöld um að reyna að velta Icesave-skuldunum yfir á Noreg með það að markmiði að endurgreiða þeim síðar. Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Guðlaugsson orðaði þá atburðarrás reyndar á ameríska vegu og sagði í ræðustól: „Eða eins og Bandaríkjamenn segja, You couldn´t make this stuff up." Össur vísaði því alfarið á bug að Íslendingar hefði reynt að velta Icesave-skuldunum yfir á Noreg en sagðist kannast við orðróm þess eðlis hafi verið á sveimi í norskum fjölmiðlum. Sá orðrómur hafi komið sér á óvart. En sjálfur hefði hann ekki heyrt af þessu. „Í mörgum atriðum er frásögn bandaríska staðgengilsins ónákvæm miðað við það sem mínir menn hafa sagt mér," sagði Össur. Hann segir að íslenskir fulltrúar hafi ekki talað um greiðslufall og þjóðargjaldþrot við staðgengil sendiherrans, heldur hafi eingöngu verið vitnað í bréf ríkisstjórnar sem var sent forseta Íslands degi áður en hann synjaði Icesave-lögunum staðfestingar. Össur segir að þar hafi komið fram í sjötta tölulið að ef hann synjaði lögunum ykjust líkur á greiðslufalli ríkisins. „Það er fráleitt að hann hafi lýst yfir greiðslufalli íslenska ríkisins," sagði Össur svo.
Tengdar fréttir Kröfðust þess að BNA tæki afstöðu í Icesave málinu Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Einar Gunnarsson, og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Kristján Guy Burgess, kröfðust þess við starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að þeir tækju afstöðu í Icesave málinu. 18. febrúar 2010 19:08 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Fleiri fréttir Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Sjá meira
Kröfðust þess að BNA tæki afstöðu í Icesave málinu Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, Einar Gunnarsson, og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Kristján Guy Burgess, kröfðust þess við starfandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, að þeir tækju afstöðu í Icesave málinu. 18. febrúar 2010 19:08