Fleiri fréttir Litlu muna að 100 tonna bátur sykki Litlu munaði að 100 tonna bátur sykki við bryggju í Þorlákshöfn í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá komst mikill sjór í bátinn og var hann farinn að halla þegar vaktmaður átti leið um höfnina og sjá hvers kyns var. 22.2.2010 15:05 Bensínlítrinn kominn yfir 200 krónur Eldsneytisverð er komið yfir 200 krónur en N1 hækkaði bensínlitrann um fimm krónur í morgun. Því er meðalverð N1 á 95. okt. 204,2 krónur á landinu. Díselverðið er 201,9 krónur. 22.2.2010 14:54 Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars næstkomandi, á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, www.kosning.is og á vef Þjóðskrár, www.thjodskra.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðherra. 22.2.2010 14:40 KÍ: Hvetur Lífeyrissjóði til að sniðganga fjárskussa Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á stjórn Landssambands lífeyrissjóða að beita sér fyrir því að stjórnir íslenskra lífeyrissjóða verði vel á verði varðandi allar ákvarðanir um fjárfestingar í fyrirtækjum á næstu misserum. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Kennarasambands Íslands sem var samþykkt fyrir helgi. 22.2.2010 14:31 Einn....eh....þrír....eh Brúðkaup fertugra hjóna á Helsingör fékk snautlegan endi um helgina. Brúðhjónin voru bæði fráskilin og sitthvora dótturina sem eru um 11 ára gamlar. 22.2.2010 14:25 Eru geimverur þegar á meðal vor? Martin Rees lávarður forseti Royal Society og stjörnufræðingur bresku konungsfjölskyldunnar segir að mannkynið kunni þegar að standa andspænis verum frá öðrum hnöttum án þess að hafa hugmynd um það. 22.2.2010 14:11 Flugmaður Bretadrottningar grunaður um raðmorð og nauðganir Kanadiskur ofursti sem meðal annars var valinn til þess að fljúga með Elísabet Bretadrottningu til Kanada hefur verið handtekinn grunaður um raðmorð og nauðganir. 22.2.2010 13:58 Forseti Íslands sendir íbúum Madeira samúðarkveðjur Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur í dag sent samúðarkveðjur til forseta Portúgals Aníbal Cavaco Silva vegna hinna hörmulegu náttúruhamfara á Madeira en tugir manna hafa látið lífið og margvíslegar hörmungar steðja að íbúunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu. 22.2.2010 13:55 Ekkert gagntilboð - senda kurteist svar til baka Fundi stjórnar og stjórnarandstöðu í fjármálaráðuneytinu er nýlokið en þar kom fram að gagntilboð yrði ekki sent til Breta og Hollendinga að sinni. Aftur á móti hafi formenn flokkanna fallist á að senda kurteist svar til baka þar sem vilji Íslendinga til þess að senda samninganefndina aftur út er reifaður. 22.2.2010 13:49 Innbrotsþjófi vísað úr landi Pólskum manni var vísað úr landi eftir að hann var handtekinn á Selfossi í síðasta mánuði vegna innbrota. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi þá vaknaði grunur um að hann ætti aðild að innbrotum á Selfossi og á Hvolsvelli auk þess sem hann var grunaður um líkamsárás. 22.2.2010 13:38 Stal bíl foreldranna, ók á þrjá aðra bíla og ljósastaur 13 ára unglingur tók bifreið foreldra sinna ófrjálsri hendi síðasta föstudag. unglingurinn ók svo bílnum frá Hnífsdal til Ísafjarðar að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. 22.2.2010 13:24 Hlaut fangelsisdóm fyrir stolna riffla Tvítugur maður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölmörg afbrot. Meðal annars hafði hann stolna riffla undir höndum auk þess sem hann gerðist ítrekað sekur um fíkniefnalagabrot. 22.2.2010 13:16 Engin mistök þegar flugskeytum var skotið á hús í Marjah Bandaríkjaher hefur viðurkennt að hafa viljandi skotið flugskeyti á einkaheimili í Marjah í Helmand héraði í Suður-Afganistan. Árásin var gerð fyrir helgi. Að minnsta kosti 12 almennir borgarar voru drepnir í árásinni. Herinn hafði áður haldið því fram að þetta hefði verið óviljaverk. Bandaríski fréttaþátturinn Democracy now hefur eftir hernum að Talibanar hafi verið innandyra og því hafi verið skotið á húsið. Alls hafi 19 almennir borgarar verið drepnir í árásunum fyrir helgi. 22.2.2010 13:05 Vongóðir um lækningu á hnetuofnæmi Læknar við Cambridge háskóla segjast hafa góðar vonir um að geta læknað fólk af hnetuofnæmi. Slíkt ofnæmi getur verið banvænt. 22.2.2010 13:00 Segir draugagang í gamla hersjúkrahúsinu á varnasvæðinu „Við höfum fengið tvær fyrirspurnir en engar formlegar tilkynningar,“ segir Magnús Skarphéðinsson, sérfræðingur í yfirskilvitslegum fyrirbærum, en tveir aðilar hafa sett sig í samband við hann vegna draugagangs á hersjúkrahúsinu að Ásbrú Í reykjanesbæ. 22.2.2010 12:47 Forsvarsmenn Snowmobile kallaðir til skýrslutöku Forsvarsmenn Snowmobile verða kallaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni á Selfossi á næstu dögum vegna skosku mæðginana sem týndust á Langjökli fyrir viku. Óhappið er rannsakað sem hvert annað slys. 22.2.2010 12:31 Danska lögreglan finnur dóp í sumarbústað Lögreglan í Danmörku haldlagði um helgina fimmtán kíló af amfetamí og átta kíló af hassi sem hún fann í sumarbústað á Sjálandi. Fjórir karlmenn voru handteknir í kjölfarið, tveir Þjóðverjar og tveir Danir. 22.2.2010 12:05 Nýtt aðalskipulag Urriðafossvirkjunar unnið hratt Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ákveðið að hefja aðalskipulagsferli vegna Urriðafossvirkjunar upp á nýtt og vonast til að ljúka því innan sex mánaða. Hreppurinn skoðar enn þann möguleika að höfða mál gegn umhverfisráðherra til að hrinda synjun ráðherrans á fyrra aðalskipulagi. 22.2.2010 11:56 Jóhanna vonast eftir niðurstöðu í dag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að samstaða náist um svar við tilboði Hollendinga og Breta í Icesave-deilunni á fundi sem nú er að hefjast í fjármálaráðuneytinu. Þar hitta forystumenn ríkisstjórnarinnar forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar. Náist samstaða um svar má búast við því að hægt verði að svara tilboðinu síðar í dag. 22.2.2010 11:52 Gyðingar flýja Malmö vegna ofsókna Talið er að um þrjátíu Gyðingafjölskyldur hafi þegar flúið frá Malmö í Svíþjóð og fleiri eru farnar að hugsa sér til hreyfings. 22.2.2010 10:57 Skrifað undir flugvirkjasamning Millilandaflug Icelandair komst í fullan gang í morgun, strax eftir að fulltrúar flugvirkja og Icelandair handsöluðu nýjum kjarasamning hjá Ríkissáttatsemjara rétt fyrir klukan átta, og verkfallinu var aflýst. 22.2.2010 10:05 Rúta og jeppi í árekstri - níu fluttir á sjúkrahús Níu einstaklingar voru færðir á sjúkrahús eftir að jeppi og lítil rúta skullu saman á Norðfjarðavegi í Fagradal nærri Egilsstöðum. 22.2.2010 09:51 Þrjár unglingsstúlkur lentu undir lest Þrjár unglingsstúlkur létust í Flórída í Bandaríkjunum í gær þegar þær voru að ganga eftir lestarbrú þegar lestin kom aðvífandi. 22.2.2010 09:09 Endeavour lenti heilu og höldnu Geimskutlan Endeavour snéri aftur til jarðar með sex geimfara innanborðs í nótt eftir vel heppnaða ferð að alþóðlegu geimstöðinni. 22.2.2010 09:02 Verkfall hjá Lufthansa Um 4000 flugmenn hjá þýska flugfélaginu Lufthansa hófu í gærkvöldi verkfall sem standa skal í fjóra daga verði kröfum þeirra ekki mætt en flugmennirnir krefjast meira starfsöryggis. 22.2.2010 08:58 Teknir með dóp undir stýri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt ökumann, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst poki með kannabisefnum, og fíkniefni fundust líka á farþega hans. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum. 22.2.2010 08:56 Þáttakendur í spítalasamkeppni kynntir í dag Verkefnisstjórn nýs Landspítala mun í dag kynna hvaða fimm arkitekta-teymum verður boðið að taka þátt í hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala við Hringbraut. 22.2.2010 08:31 BAFTA: The Hurt Locker rúllaði þessu upp Bandaríska stríðsmyndin The Hurt Locker kom sá og sigraði á BAFTA verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi í London. 22.2.2010 08:14 Gordon Brown er hrekkjusvín - undirmenn leita sér hjálpar Þrýstingur eykst nú á stjórnvöld í Bretlandi að rannsókn fari fram á meintum fantaskap Gordons Brown í garð starfsfólks í Downing stræti. 22.2.2010 08:11 Samningar í höfn hjá flugvirkjum Samningar hafa tekist á milli flugvirkja og Icelandair en verkfall hófst á miðnætti í nótt. Enn á eftir að skrifa undir og klára einhver smáatriði en verfallinu hefur verið frestað. 22.2.2010 08:02 19 almennir borgarar féllu í NATO árás Að minnsta kosti 19 almennir borgarar létust þegar herþotur á vegum NATO gerðu árásir í suðurhluta Afganistans í nótt að því er yfirvöld segja. Talsmenn NATO hafa viðurkennt að hafa gert árás á bílalest skæruliða að því er talið var. 22.2.2010 07:25 Neyðarblys sáust á lofti í Eyjum Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út seint í gærkvöldi eftir að neyðarblys sáust á lofti og óttast var að skip eða bátur væri í vandræðum. Björgunarskipið þór var einnig sent út og varðskip, sem var í grennd við Eyjar, hóf einnig leit. 22.2.2010 07:23 Þjóðarsorg lýst yfir í Portúgal Búist er við því að stjórnvöld í Portúgal lýsi yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu en að minnsta kosti 42 létust í miklum flóðum á eyjuni Madeira á laugardag. 22.2.2010 07:21 Götur í Reykjavík rykbundnar Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt til að koma í veg fyrir svifryksmengun. Hún fór nokkrum sinnum yfir viðmiðunarmörk í nýliðinni viku og ef veðurspá stenst út vikuna, verða skilyrði til þess að það geti gerst aftur. 22.2.2010 07:19 Fundað í hádeginu vegna Icesave Formenn ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar náðu ekki samkomulagi um viðbrögð við tilboði Breta og Hollendinga vegna Iceve málsins á þriggja klukkustunda fundi, sem lauk um átta leitið í gærkvöldi. 22.2.2010 07:17 Tafir vegna flugvirkjaverkfalls Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst á miðnætti, en samningafundur, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara í gær, stendur enn. Tafir hafa orðið á öllum brottförum nú í morgunsárið hjá Icelandair og verða næstu upplýsingar gefnar klukkan hálfníu að því er fram kemur á heimasíðu flugstöðvarinnar. 22.2.2010 07:14 Gróður hefti fok á Kársnesi Garðyrkjustjóri Kópavogs á að gera tillögur um frágang á landfyllingu vegna bryggjuhverfis á norðanverðu Kársnesi. Að því er kom fram í bæjarráði á fimmtudag frestast framkvæmdir á svæðinu og á meðan er það til vandræða. Úrgangur sé losaður í óleyfi og fok frá svæðinu valdi íbúum í grenndinni angri. 22.2.2010 06:45 Jarðhiti annar allri orkuþörf landsins Framleiðsla á rafmagni með jarðhita hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er svo komið að fræðilega væri hægt að anna allri almennri orkuþörf landsins með rafmagni þannig framleiddu. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, á aðalfundi Samorku á föstudag. 22.2.2010 05:00 Þriðjungur heimila er í vanda Búast má við að tæplega þriðjungur íslenskra heimila safni upp skuldum, gangi á eignir til að standa undir daglegri neyslu og afborgunum af lánum, eða hafi dregið svo mikið úr neyslu að lágmarksviðmið samfélagsins eiga ekki við hjá þeim. 22.2.2010 04:00 Gæti bylt krabbameinsmeðferðum Bandarískir vísindamenn hafa þróað nýtt blóðpróf sem getur sagt til um hvort krabbameinsæxli hefur myndast á nýjan leik eða hvort lyfjameðferð hefur áhrif. Prófið er talið geta bylt rannsóknum á krabbameini og meðferðum við því. Sagt er frá prófinu í breska blaðinu Times. 22.2.2010 03:30 Schwarzenegger tekur upp hanskann fyrir Obama Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforniu, tók upp hanskann fyrir efnahagsaðgerðir Baracks Obama í dag. Hann sagði að aðgerðir hans hefðu orðið til þess að skapa 150 þúsund störf í Kalíforníu. 21.2.2010 21:30 Vill engu spá um morgundaginn „Við erum að funda með sáttasemjara og Icelandair mönnum og þetta hefur sinn vanalega gang. En svo get ég ekki gefið neinar upplýsingar aðrar en að menn eru að ræðast við og reyna til þrautar," segir Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja. 21.2.2010 20:00 Ólíklegt að tilboðinu verði svarað á morgun Það eru skiptar skoðanir á því milli stjórnar- og stjórnarandstöðu hvernig að eigi að bregðast við gagntilboði Breta og Hollendinga, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við fréttamenn rétt eftir klukkan sjö í kvöld. 21.2.2010 19:25 Sofandi í öndunarvél Maðurinn sem var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu frá Stykkishólmi í dag er sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hann er alvarlega veikur eftir að raðhús sem hann var í brann í morgun. 21.2.2010 21:05 Starfsfólk hringdi í hjálparsíma fyrir þolendur eineltis Starfsfólk úr breska forsætisráðuneytinu hringdi í hjálparsíma sem er rekinn af samtökum sem berjast gegn einelti, segir Christine Pratt í samtali við BBC. Pratt veitir samtökunum forstöðu. 21.2.2010 20:16 Sjá næstu 50 fréttir
Litlu muna að 100 tonna bátur sykki Litlu munaði að 100 tonna bátur sykki við bryggju í Þorlákshöfn í síðustu viku. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þá komst mikill sjór í bátinn og var hann farinn að halla þegar vaktmaður átti leið um höfnina og sjá hvers kyns var. 22.2.2010 15:05
Bensínlítrinn kominn yfir 200 krónur Eldsneytisverð er komið yfir 200 krónur en N1 hækkaði bensínlitrann um fimm krónur í morgun. Því er meðalverð N1 á 95. okt. 204,2 krónur á landinu. Díselverðið er 201,9 krónur. 22.2.2010 14:54
Kjósendur geta kannað hvar þeir eru á kjörskrá Kjósendur geta nú kannað hvar þeir eru á kjörskrá í fyrirhugaðri þjóðaratkvæðagreiðslu 6. mars næstkomandi, á kosningavef dómsmála- og mannréttindaráðuneytisins, www.kosning.is og á vef Þjóðskrár, www.thjodskra.is. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðherra. 22.2.2010 14:40
KÍ: Hvetur Lífeyrissjóði til að sniðganga fjárskussa Stjórn Kennarasambands Íslands skorar á stjórn Landssambands lífeyrissjóða að beita sér fyrir því að stjórnir íslenskra lífeyrissjóða verði vel á verði varðandi allar ákvarðanir um fjárfestingar í fyrirtækjum á næstu misserum. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Kennarasambands Íslands sem var samþykkt fyrir helgi. 22.2.2010 14:31
Einn....eh....þrír....eh Brúðkaup fertugra hjóna á Helsingör fékk snautlegan endi um helgina. Brúðhjónin voru bæði fráskilin og sitthvora dótturina sem eru um 11 ára gamlar. 22.2.2010 14:25
Eru geimverur þegar á meðal vor? Martin Rees lávarður forseti Royal Society og stjörnufræðingur bresku konungsfjölskyldunnar segir að mannkynið kunni þegar að standa andspænis verum frá öðrum hnöttum án þess að hafa hugmynd um það. 22.2.2010 14:11
Flugmaður Bretadrottningar grunaður um raðmorð og nauðganir Kanadiskur ofursti sem meðal annars var valinn til þess að fljúga með Elísabet Bretadrottningu til Kanada hefur verið handtekinn grunaður um raðmorð og nauðganir. 22.2.2010 13:58
Forseti Íslands sendir íbúum Madeira samúðarkveðjur Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur í dag sent samúðarkveðjur til forseta Portúgals Aníbal Cavaco Silva vegna hinna hörmulegu náttúruhamfara á Madeira en tugir manna hafa látið lífið og margvíslegar hörmungar steðja að íbúunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsetaembættinu. 22.2.2010 13:55
Ekkert gagntilboð - senda kurteist svar til baka Fundi stjórnar og stjórnarandstöðu í fjármálaráðuneytinu er nýlokið en þar kom fram að gagntilboð yrði ekki sent til Breta og Hollendinga að sinni. Aftur á móti hafi formenn flokkanna fallist á að senda kurteist svar til baka þar sem vilji Íslendinga til þess að senda samninganefndina aftur út er reifaður. 22.2.2010 13:49
Innbrotsþjófi vísað úr landi Pólskum manni var vísað úr landi eftir að hann var handtekinn á Selfossi í síðasta mánuði vegna innbrota. Samkvæmt lögreglunni á Selfossi þá vaknaði grunur um að hann ætti aðild að innbrotum á Selfossi og á Hvolsvelli auk þess sem hann var grunaður um líkamsárás. 22.2.2010 13:38
Stal bíl foreldranna, ók á þrjá aðra bíla og ljósastaur 13 ára unglingur tók bifreið foreldra sinna ófrjálsri hendi síðasta föstudag. unglingurinn ók svo bílnum frá Hnífsdal til Ísafjarðar að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum. 22.2.2010 13:24
Hlaut fangelsisdóm fyrir stolna riffla Tvítugur maður var dæmdur í fimm mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjölmörg afbrot. Meðal annars hafði hann stolna riffla undir höndum auk þess sem hann gerðist ítrekað sekur um fíkniefnalagabrot. 22.2.2010 13:16
Engin mistök þegar flugskeytum var skotið á hús í Marjah Bandaríkjaher hefur viðurkennt að hafa viljandi skotið flugskeyti á einkaheimili í Marjah í Helmand héraði í Suður-Afganistan. Árásin var gerð fyrir helgi. Að minnsta kosti 12 almennir borgarar voru drepnir í árásinni. Herinn hafði áður haldið því fram að þetta hefði verið óviljaverk. Bandaríski fréttaþátturinn Democracy now hefur eftir hernum að Talibanar hafi verið innandyra og því hafi verið skotið á húsið. Alls hafi 19 almennir borgarar verið drepnir í árásunum fyrir helgi. 22.2.2010 13:05
Vongóðir um lækningu á hnetuofnæmi Læknar við Cambridge háskóla segjast hafa góðar vonir um að geta læknað fólk af hnetuofnæmi. Slíkt ofnæmi getur verið banvænt. 22.2.2010 13:00
Segir draugagang í gamla hersjúkrahúsinu á varnasvæðinu „Við höfum fengið tvær fyrirspurnir en engar formlegar tilkynningar,“ segir Magnús Skarphéðinsson, sérfræðingur í yfirskilvitslegum fyrirbærum, en tveir aðilar hafa sett sig í samband við hann vegna draugagangs á hersjúkrahúsinu að Ásbrú Í reykjanesbæ. 22.2.2010 12:47
Forsvarsmenn Snowmobile kallaðir til skýrslutöku Forsvarsmenn Snowmobile verða kallaðir í skýrslutöku hjá lögreglunni á Selfossi á næstu dögum vegna skosku mæðginana sem týndust á Langjökli fyrir viku. Óhappið er rannsakað sem hvert annað slys. 22.2.2010 12:31
Danska lögreglan finnur dóp í sumarbústað Lögreglan í Danmörku haldlagði um helgina fimmtán kíló af amfetamí og átta kíló af hassi sem hún fann í sumarbústað á Sjálandi. Fjórir karlmenn voru handteknir í kjölfarið, tveir Þjóðverjar og tveir Danir. 22.2.2010 12:05
Nýtt aðalskipulag Urriðafossvirkjunar unnið hratt Sveitarstjórn Flóahrepps hefur ákveðið að hefja aðalskipulagsferli vegna Urriðafossvirkjunar upp á nýtt og vonast til að ljúka því innan sex mánaða. Hreppurinn skoðar enn þann möguleika að höfða mál gegn umhverfisráðherra til að hrinda synjun ráðherrans á fyrra aðalskipulagi. 22.2.2010 11:56
Jóhanna vonast eftir niðurstöðu í dag Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist vonast til þess að samstaða náist um svar við tilboði Hollendinga og Breta í Icesave-deilunni á fundi sem nú er að hefjast í fjármálaráðuneytinu. Þar hitta forystumenn ríkisstjórnarinnar forsvarsmenn stjórnarandstöðunnar. Náist samstaða um svar má búast við því að hægt verði að svara tilboðinu síðar í dag. 22.2.2010 11:52
Gyðingar flýja Malmö vegna ofsókna Talið er að um þrjátíu Gyðingafjölskyldur hafi þegar flúið frá Malmö í Svíþjóð og fleiri eru farnar að hugsa sér til hreyfings. 22.2.2010 10:57
Skrifað undir flugvirkjasamning Millilandaflug Icelandair komst í fullan gang í morgun, strax eftir að fulltrúar flugvirkja og Icelandair handsöluðu nýjum kjarasamning hjá Ríkissáttatsemjara rétt fyrir klukan átta, og verkfallinu var aflýst. 22.2.2010 10:05
Rúta og jeppi í árekstri - níu fluttir á sjúkrahús Níu einstaklingar voru færðir á sjúkrahús eftir að jeppi og lítil rúta skullu saman á Norðfjarðavegi í Fagradal nærri Egilsstöðum. 22.2.2010 09:51
Þrjár unglingsstúlkur lentu undir lest Þrjár unglingsstúlkur létust í Flórída í Bandaríkjunum í gær þegar þær voru að ganga eftir lestarbrú þegar lestin kom aðvífandi. 22.2.2010 09:09
Endeavour lenti heilu og höldnu Geimskutlan Endeavour snéri aftur til jarðar með sex geimfara innanborðs í nótt eftir vel heppnaða ferð að alþóðlegu geimstöðinni. 22.2.2010 09:02
Verkfall hjá Lufthansa Um 4000 flugmenn hjá þýska flugfélaginu Lufthansa hófu í gærkvöldi verkfall sem standa skal í fjóra daga verði kröfum þeirra ekki mætt en flugmennirnir krefjast meira starfsöryggis. 22.2.2010 08:58
Teknir með dóp undir stýri Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í nótt ökumann, grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Á honum fannst poki með kannabisefnum, og fíkniefni fundust líka á farþega hans. Mönnunum var sleppt að loknum yfirheyrslum. 22.2.2010 08:56
Þáttakendur í spítalasamkeppni kynntir í dag Verkefnisstjórn nýs Landspítala mun í dag kynna hvaða fimm arkitekta-teymum verður boðið að taka þátt í hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala við Hringbraut. 22.2.2010 08:31
BAFTA: The Hurt Locker rúllaði þessu upp Bandaríska stríðsmyndin The Hurt Locker kom sá og sigraði á BAFTA verðlaunahátíðinni sem haldin var í gærkvöldi í London. 22.2.2010 08:14
Gordon Brown er hrekkjusvín - undirmenn leita sér hjálpar Þrýstingur eykst nú á stjórnvöld í Bretlandi að rannsókn fari fram á meintum fantaskap Gordons Brown í garð starfsfólks í Downing stræti. 22.2.2010 08:11
Samningar í höfn hjá flugvirkjum Samningar hafa tekist á milli flugvirkja og Icelandair en verkfall hófst á miðnætti í nótt. Enn á eftir að skrifa undir og klára einhver smáatriði en verfallinu hefur verið frestað. 22.2.2010 08:02
19 almennir borgarar féllu í NATO árás Að minnsta kosti 19 almennir borgarar létust þegar herþotur á vegum NATO gerðu árásir í suðurhluta Afganistans í nótt að því er yfirvöld segja. Talsmenn NATO hafa viðurkennt að hafa gert árás á bílalest skæruliða að því er talið var. 22.2.2010 07:25
Neyðarblys sáust á lofti í Eyjum Björgunarfélag Vestmannaeyja var kallað út seint í gærkvöldi eftir að neyðarblys sáust á lofti og óttast var að skip eða bátur væri í vandræðum. Björgunarskipið þór var einnig sent út og varðskip, sem var í grennd við Eyjar, hóf einnig leit. 22.2.2010 07:23
Þjóðarsorg lýst yfir í Portúgal Búist er við því að stjórnvöld í Portúgal lýsi yfir þriggja daga þjóðarsorg í landinu en að minnsta kosti 42 létust í miklum flóðum á eyjuni Madeira á laugardag. 22.2.2010 07:21
Götur í Reykjavík rykbundnar Helstu umferðargötur í Reykjavík voru rykbundnar í nótt til að koma í veg fyrir svifryksmengun. Hún fór nokkrum sinnum yfir viðmiðunarmörk í nýliðinni viku og ef veðurspá stenst út vikuna, verða skilyrði til þess að það geti gerst aftur. 22.2.2010 07:19
Fundað í hádeginu vegna Icesave Formenn ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar náðu ekki samkomulagi um viðbrögð við tilboði Breta og Hollendinga vegna Iceve málsins á þriggja klukkustunda fundi, sem lauk um átta leitið í gærkvöldi. 22.2.2010 07:17
Tafir vegna flugvirkjaverkfalls Verkfall flugvirkja hjá Icelandair hófst á miðnætti, en samningafundur, sem hófst hjá Ríkissáttasemjara í gær, stendur enn. Tafir hafa orðið á öllum brottförum nú í morgunsárið hjá Icelandair og verða næstu upplýsingar gefnar klukkan hálfníu að því er fram kemur á heimasíðu flugstöðvarinnar. 22.2.2010 07:14
Gróður hefti fok á Kársnesi Garðyrkjustjóri Kópavogs á að gera tillögur um frágang á landfyllingu vegna bryggjuhverfis á norðanverðu Kársnesi. Að því er kom fram í bæjarráði á fimmtudag frestast framkvæmdir á svæðinu og á meðan er það til vandræða. Úrgangur sé losaður í óleyfi og fok frá svæðinu valdi íbúum í grenndinni angri. 22.2.2010 06:45
Jarðhiti annar allri orkuþörf landsins Framleiðsla á rafmagni með jarðhita hefur aukist mikið undanfarin ár og nú er svo komið að fræðilega væri hægt að anna allri almennri orkuþörf landsins með rafmagni þannig framleiddu. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Inga Friðleifssonar, framkvæmdastjóra Orkuseturs, á aðalfundi Samorku á föstudag. 22.2.2010 05:00
Þriðjungur heimila er í vanda Búast má við að tæplega þriðjungur íslenskra heimila safni upp skuldum, gangi á eignir til að standa undir daglegri neyslu og afborgunum af lánum, eða hafi dregið svo mikið úr neyslu að lágmarksviðmið samfélagsins eiga ekki við hjá þeim. 22.2.2010 04:00
Gæti bylt krabbameinsmeðferðum Bandarískir vísindamenn hafa þróað nýtt blóðpróf sem getur sagt til um hvort krabbameinsæxli hefur myndast á nýjan leik eða hvort lyfjameðferð hefur áhrif. Prófið er talið geta bylt rannsóknum á krabbameini og meðferðum við því. Sagt er frá prófinu í breska blaðinu Times. 22.2.2010 03:30
Schwarzenegger tekur upp hanskann fyrir Obama Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóri í Kaliforniu, tók upp hanskann fyrir efnahagsaðgerðir Baracks Obama í dag. Hann sagði að aðgerðir hans hefðu orðið til þess að skapa 150 þúsund störf í Kalíforníu. 21.2.2010 21:30
Vill engu spá um morgundaginn „Við erum að funda með sáttasemjara og Icelandair mönnum og þetta hefur sinn vanalega gang. En svo get ég ekki gefið neinar upplýsingar aðrar en að menn eru að ræðast við og reyna til þrautar," segir Kristján Kristinsson, formaður samninganefndar flugvirkja. 21.2.2010 20:00
Ólíklegt að tilboðinu verði svarað á morgun Það eru skiptar skoðanir á því milli stjórnar- og stjórnarandstöðu hvernig að eigi að bregðast við gagntilboði Breta og Hollendinga, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson við fréttamenn rétt eftir klukkan sjö í kvöld. 21.2.2010 19:25
Sofandi í öndunarvél Maðurinn sem var fluttur til Reykjavíkur með þyrlu frá Stykkishólmi í dag er sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild. Hann er alvarlega veikur eftir að raðhús sem hann var í brann í morgun. 21.2.2010 21:05
Starfsfólk hringdi í hjálparsíma fyrir þolendur eineltis Starfsfólk úr breska forsætisráðuneytinu hringdi í hjálparsíma sem er rekinn af samtökum sem berjast gegn einelti, segir Christine Pratt í samtali við BBC. Pratt veitir samtökunum forstöðu. 21.2.2010 20:16